Amy Winehouse – Love is a Losing Game
Hún varð aldrei gömul. Samt var rödd hennar djúp og vitur. Djass-þjáning úr fimmunni, soul-titringur úr sexunni. Sígarettur að brenna út í öskubökkum í spilasölum rússneskra olígarka, transfitusafi kjúklingsins í Southgate. Hámenning. Lágmenning. Dekadans.
Tattú. Kerti í vínflöskum. Reykingalykt af feldi grás síams-kattar. Camden. Gljástig djassgeggjara. Hot rod-mittið. Titrandi söngfugl á lauflausri grein sem slútar yfir kirkjugarðsleikmynd í film-noir-mynd sem er aðeins fáanleg á Aðalvideoleigunni.
Hún var djúpsteiktur lofsteinn, sendur niður til okkar af almættinu. Við stöndum í gígnum.
Beck - Loser Eftirpartísófi með teppi hekluðu úr tékknesk-bóhemískum ljóðum og bróderaður með Andy Warhol Factory-flúxi. Póst-móderníski skúnkurinn Beck Hansen er fílaður niður í...
Donna Summer - I Feel Love Alþjóðlegt teymi. Bandarísk söngkona, Týróli, Breti, Þjóðverji að sjá um snúrurnar og Íslendingur á kantinum. Saman skópu þau...
„90’s var tími öfga í tónlist. Það sem var að seljast var annaðhvort öfga hedó-popp eins og 2Unlimited eða öfga rokk um sjálfstortímingu eins...