Amy Winehouse – Love is a Losing Game
Hún varð aldrei gömul. Samt var rödd hennar djúp og vitur. Djass-þjáning úr fimmunni, soul-titringur úr sexunni. Sígarettur að brenna út í öskubökkum í spilasölum rússneskra olígarka, transfitusafi kjúklingsins í Southgate. Hámenning. Lágmenning. Dekadans.
Tattú. Kerti í vínflöskum. Reykingalykt af feldi grás síams-kattar. Camden. Gljástig djassgeggjara. Hot rod-mittið. Titrandi söngfugl á lauflausri grein sem slútar yfir kirkjugarðsleikmynd í film-noir-mynd sem er aðeins fáanleg á Aðalvideoleigunni.
Hún var djúpsteiktur lofsteinn, sendur niður til okkar af almættinu. Við stöndum í gígnum.
Bob Dylan - Love Minus Zero / No Limit Lagið sem er til umfjöllunar í dag er svo epískt að greinin um fílunina verður...
Páll Óskar – Stanslaust stuð Þá kom loksins að því. Páll Óskar, maður fólksins, var fílaður í strimla frammi fyrir lýðnum. Ekkert passar betur...
Hafið þið einhverntíman átt bíl og skírt hann nafni? Ef hann er rauður er mjög líklegt að hann hafi einfaldlega fengið það nafn: Rauður....