Sing - Hjakk og spaghettí

October 20, 2023 01:14:35
Sing - Hjakk og spaghettí
Fílalag
Sing - Hjakk og spaghettí

Oct 20 2023 | 01:14:35

/

Show Notes

Fjórir fölir náungar í pólóbolum. Ljótur brúnn öskubakki á borði, búinn til í leirmótun á Waldorf-skóla. Hafrakex með sultu í kvöldmat í gær. Draumkennt blik í augum, sviti á efri vörum. Sami straumur og sló raflosta sínum yfir augu Syd Barrets lýstur inn í herbergi rafsurgs og tómra tebolla. Úr pottinum óma galdrar Tin-eyjunnar, óður til barnsins í hjartanu og sköpunarkraftsins. Móðan upp rís.

Blur varð til í hrærigraut London undir lok áttunnar. Grauturinn var þykkur og upp úr honum rauk. Sing er eitt þeirra elsta lag, en jafnframt það allra seigasta. Setjið á ykkur fílunarólar og herðið þær vel. Hlýðið á sönginn. Horfið til himins og syngið og lifið áfram.

Other Episodes

Episode

October 28, 2016 01:11:19
Episode Cover

Hippar (Gestófíll: Dr. Gunni) – „Reipið er til. Hengið ykkur nú.“

Fílalagsbræður settust niður með sjálfum Dr. Gunna og fíluðu einn af fyrstu íslensku pönk-slögurunum, Hippa, með Fræbbblunum. Dr. Gunni sagði sögur úr Kópavogi og...

Listen

Episode 0

July 31, 2020 01:34:41
Episode Cover

Heyr himna smiður - Miðalda-monsterið

Kolbeinn Tumason & Þorkell Sigurbjörnsson - Heyr himna smiðurÁrið 2018 völdu Íslendingar sitt uppáhalds tónverk í kosningu sem haldin var á vegum Ríkisútvarpsins. Niðurstaða...

Listen

Episode

March 28, 2025 00:52:20
Episode Cover

More Than Words - Hegningarlagabrot

Extreme – More Than Words Everly Brothers sönnuðu það á sínum tíma að það er hægt að bora ansi mikið inn í kvikuna með...

Listen