Fjórir fölir náungar í pólóbolum. Ljótur brúnn öskubakki á borði, búinn til í leirmótun á Waldorf-skóla. Hafrakex með sultu í kvöldmat í gær. Draumkennt blik í augum, sviti á efri vörum. Sami straumur og sló raflosta sínum yfir augu Syd Barrets lýstur inn í herbergi rafsurgs og tómra tebolla. Úr pottinum óma galdrar Tin-eyjunnar, óður til barnsins í hjartanu og sköpunarkraftsins. Móðan upp rís.
Blur varð til í hrærigraut London undir lok áttunnar. Grauturinn var þykkur og upp úr honum rauk. Sing er eitt þeirra elsta lag, en jafnframt það allra seigasta. Setjið á ykkur fílunarólar og herðið þær vel. Hlýðið á sönginn. Horfið til himins og syngið og lifið áfram.
Fílalag hefur fjallað um allskonar öfga í gegnum tíðina. Í lýsingu á þættinum sem fjallaði um Elvis mátti til dæmis finna þessa setningu: „á...
Í nýjasta þætti Fílalags er fjallað um Serge Gainsbourg. Um hann þarf ekki að hafa mörg orð hér. Hann var einfaldlega fjallið eina. Tónlistarmaður...
Farið frá. Hún er komin. Það eru læti. Það er stemning. Við erum að tala um Joan Jett og svörtu hjörtun hennar. Af hverju...