Sing - Hjakk og spaghettí

October 20, 2023 01:14:35
Sing - Hjakk og spaghettí
Fílalag
Sing - Hjakk og spaghettí

Oct 20 2023 | 01:14:35

/

Show Notes

Fjórir fölir náungar í pólóbolum. Ljótur brúnn öskubakki á borði, búinn til í leirmótun á Waldorf-skóla. Hafrakex með sultu í kvöldmat í gær. Draumkennt blik í augum, sviti á efri vörum. Sami straumur og sló raflosta sínum yfir augu Syd Barrets lýstur inn í herbergi rafsurgs og tómra tebolla. Úr pottinum óma galdrar Tin-eyjunnar, óður til barnsins í hjartanu og sköpunarkraftsins. Móðan upp rís.

Blur varð til í hrærigraut London undir lok áttunnar. Grauturinn var þykkur og upp úr honum rauk. Sing er eitt þeirra elsta lag, en jafnframt það allra seigasta. Setjið á ykkur fílunarólar og herðið þær vel. Hlýðið á sönginn. Horfið til himins og syngið og lifið áfram.

Other Episodes

Episode

August 14, 2015 00:31:09
Episode Cover

You’re So Vain – Kona lætur karlana heyra það

Carly Simon gaf út lag sitt, You’re So Vain, árið 1972. „Hún er 27 ára þegar þetta lag kemur út en samt er þetta...

Listen

Episode 0

November 15, 2024 01:06:40
Episode Cover

Undir regnboganum - Nanooq í Kringlunni

Hvalræði - Undir regnboganum Jökulblátt vatn. Orbit-tyggjó. Fljótandi ísjakar. Morgunsjónvarps stjarna hlær. Skutull skríður. Blóð fossast. Veðurbarinn maður með barta í Víetnam hermannajakka gefur...

Listen

Episode 0

May 04, 2018 00:59:26
Episode Cover

Sunny way - Kjallarinn á Þórscafé

Gestófíll: Ari Eldjárn Það er febrúar 1974. Við erum stödd í iðnaðarhverfi austan megin við Hlemm í Reykjavík. Hrafn kroppar í prins póló umbúðir...

Listen