Only Shallow - Háheiðinn, þjóðsögulegur en iðnvæddur rafmulningur

December 06, 2019 00:51:08
Only Shallow - Háheiðinn, þjóðsögulegur en iðnvæddur rafmulningur
Fílalag
Only Shallow - Háheiðinn, þjóðsögulegur en iðnvæddur rafmulningur

Dec 06 2019 | 00:51:08

/

Show Notes

My Bloody Valentine - Only Shallow

Ímyndið ykkur ef að innan í jörðinni sjálfri væri stórt tómarúm. Það væri hægt að taka lyftu niður fleiri þúsund kílamótra og í kjarna sjálfrar jarðarinnar væri stór hvelfing. Þessi hvelfing væri Grafhýsi hugmyndanna. Grafhýsið væri eins og mörg önnur grafhýsi, með flúraða veggi sem lýstu því í myndmáli og með texta hvað væri grafið handan veggjanna eða undir gólfinu. Í veggjunum sjálfum væru svo risastór hólf og sérhvert hólf innihélda eina hugmynd sem dvalið hefði á jörðinni en væri nú búið að leggja.

Í grafhýsi hugmyndanna væri til dæmis hólf fyrir riddaramennsku miðalda, forna leirkerasmíði suður-amerískra frumbyggja og margt fleira. Og þar væri líka hólf fyrir nýliðnar hugmyndir. Þar væri til dæmis hólf fyrir rafmagnsgítarinnar. Og ef það hólf væri opnað þá myndi heyrast tónlist.

My Bloody Valentine er bandið sem tók rafmagnsgítarinnar lengst allra. Hér er hugmyndinni hreinlega lagt. Það er ekki hægt að taka hana lengra. Þetta keltneska iðnaðarsurg, þessi háheiðni dekadent rafbylgjumulningur er einfaldlega það þéttasta og þurrasta sem hægt er að framkalla með hugmyndinni rafmagnsgítar.

Þegar rafmagnsgítarhólfið í Grafhýsi hugmyndanna væri opnað myndi byrjunin á plötunni Loveless frá 1991 heyrast, af þvílíkum styrk, að jafnaðist á við hávaðann í þotuhreyfli.

Fílið.

Other Episodes

Episode

September 20, 2019 01:00:21
Episode Cover

Atlavík ’84 – Koddafar í andliti. Matarkex í maga.

Rúnk – Atlavík ’84 Hvað gerist ef maður hleypir rafstraumi ofan í blauta rauðrófustöppu? Yfirleitt gerist reyndar ekki neitt. En stundum gerist snilld. Hljómsveitin...

Listen

Episode 0

November 15, 2024 01:06:40
Episode Cover

Undir regnboganum - Nanooq í Kringlunni

Hvalræði - Undir regnboganum Jökulblátt vatn. Orbit-tyggjó. Fljótandi ísjakar. Morgunsjónvarps stjarna hlær. Skutull skríður. Blóð fossast. Veðurbarinn maður með barta í Víetnam hermannajakka gefur...

Listen

Episode

September 30, 2016 01:29:49
Episode Cover

Mother – Móðir. Haust. Fegurð.

Það er haust. Fílalag tekur fyrir haust tónlistarsögunnar, sem er sólóferill John Lennon. Nánar tiltekið „Mother“ af Plastic Ono Band frá 1970. Hví er...

Listen