Hausverkun - Drullumall sem varð að múr

April 17, 2020 01:17:23
Hausverkun - Drullumall sem varð að múr
Fílalag
Hausverkun - Drullumall sem varð að múr

Apr 17 2020 | 01:17:23

/

Show Notes

Botnleðja - Hausverkun

Gestófíll: Ari Eldjárn

Það er komið að því. Hnausþykk fílun á bestu rokkhljómsveit síðari tíma á Íslandi. Ari Eldjárn var kallaður út því hér þurfti að draga búrhveli að landi. Botnleðja var rokktríó sem hafði allt. Ungæðiskraft, fyndna texta og svo voru þeir líka mjög kúl.

Heiðar, Raggi og Halli voru með þetta. Hafnarfjarðargæjar, fæddir í sjöunni sem drullumölluðu með skóflur í sandkassanum og fóru beint inn í æfingarhúsnæði og rokk-drullumölluðu. Hlóðu í raun upp heilan vegg að lokum - ósnertanlegan hljóðheim. Hér er um að ræða músíktilrauna jacksnúru systemið eins og það leggur sig. Hlustið og þið munuð fíla því hér er farið yfir þetta allt. Gítar-og bassasíddina, Keflavíkur-Hafnarfjarðar rokk-öxulinn, London-loftbrúna, píkutryllis-jazz-skeggið, Duracell áhrifin og að sjálfsögðu níu-kryppurnar.

Og að sjálfsögðu er lagið Hausverkun tekið fyrir. Þar eru Botnleðjuáhrifin öll til staðar. Ungæðislegur kraftur og texti sem búið er að vefja inn í útsetningarvöndul og lúðrablástur, þétt og vel sándandi múrverk, alveg jafn girnilegt til snæðings eins og þegar það kom úr ofninum haustið 1996. Takk fyrir allt Botnleðja.

Other Episodes

Episode

August 03, 2018 01:05:50
Episode Cover

Narcotic – Nítíuogátta oktana límonaði-sprengja

Liquido – Narcotic Hér er það komið. Gas allra landsmanna, jagerskota-þrusa. Hér er þrumuguðinn Þór öskurstemmdur upp í skýjunum, klæddur eins og Duff-Man, að...

Listen

Episode

October 13, 2017 00:47:10
Episode Cover

Crimson & Clover – Blóðrautt og smári

Það er 1968. Það er lavalampi í gluggakistunni. Napalminu rignir yfir Víetnam. En í Bandaríkjunum er nóttin teppalögð af engissprettuhljóðum. Það er stemning. Fílalag...

Listen

Episode 0

October 02, 2020 00:52:46
Episode Cover

Fuzzy - Fjúkandi pulsubréf

Grant Lee Buffalo - Fuzzy Klæðið ykkur í gallajakka og leðurjakka og rörsjúgið stóra kók á aftasta bekk í Stjörnubíó þar til hryglir í...

Listen