Oh What A Night (December ’63) – Kransæðarfílingur

November 15, 2019 00:50:08
Oh What A Night (December ’63) – Kransæðarfílingur
Fílalag
Oh What A Night (December ’63) – Kransæðarfílingur

Nov 15 2019 | 00:50:08

/

Show Notes

Frankie Valli and the Four Seasons – December, 1963 (Oh What a Night)

Árið 1975 var þannig komið fyrir hljómsveitinni The Four Seasons og söngvara hennar, Frankie Valli, að það var ekkert eftir nema fílingurinn. Fötin voru úr pólýester, tennurnar gular og áratuga sukk-líferni var farið að taka sinn toll. En akkúrat þá, þegar svitalyktin var hvað mest, drógu þeir úr hatti sínum sinn allra stærsta hittara.

Lagið “December, 1963”, keyrir á öllu. Nýhafið diskóæði er nýtt til hins ítrasta, það heyrist í synthum, þrír söngvarar eru tilkvaddir. Þeir henda öllu inn í lagið nema eldhúsvaskinum. Þarna átti að negla sjöuna. Og yfirleitt þegar gamlir skarfar reyna að negla eitthvað nýtt, þá mistekst það harkalega. Harkalega.

En ekki hér. Hér varð til lag sem er svo unaðslega grúvandi að allar áhyggjuraddir um hallærislegheit hljóma eins og dauðahryglur í þorski ofan í lest á frystitogara.

Frankie Valli og félagar hans færa einfaldlega fram það sem skemmtanabransinn snýst um. Steikur, djæf og fíling.

Other Episodes

Episode

January 15, 2016 01:17:23
Episode Cover

My Sweet Lord – Hare krishna, hallelúja!

George Harrison sat ekki auðum höndum eftir að hann hætti í Bítlunum. Lík Bítlanna var ekki einu sinni komið niður í stofuhita þegar hann...

Listen

Episode 0

February 28, 2020 01:08:25
Episode Cover

Sunday Mornin' Comin' Down - Loðinn óður til þynnku

Kris Kristofferson - Sunday Morning Coming Down Aldrei í veraldarsögunni hefur verið jafn viðeigandi að vera þunnur eftir áfengisdrykkju en í Nashville 1970. Famboðið...

Listen

Episode

June 13, 2016 00:31:53
Episode Cover

Dream On (Gestófíll: Árni Vil) – 18 tommu munnur

Aerosmith er tekið fyrir í nýjasta þætti Fílalags. Þar er fjallað um kjaftana, leðrið, hattana og músíkina. Sérstakur gestófíll er Árni Vilhjálmsson, sem flaug...

Listen