Frankie Valli and the Four Seasons – December, 1963 (Oh What a Night)
Árið 1975 var þannig komið fyrir hljómsveitinni The Four Seasons og söngvara hennar, Frankie Valli, að það var ekkert eftir nema fílingurinn. Fötin voru úr pólýester, tennurnar gular og áratuga sukk-líferni var farið að taka sinn toll. En akkúrat þá, þegar svitalyktin var hvað mest, drógu þeir úr hatti sínum sinn allra stærsta hittara.
Lagið “December, 1963”, keyrir á öllu. Nýhafið diskóæði er nýtt til hins ítrasta, það heyrist í synthum, þrír söngvarar eru tilkvaddir. Þeir henda öllu inn í lagið nema eldhúsvaskinum. Þarna átti að negla sjöuna. Og yfirleitt þegar gamlir skarfar reyna að negla eitthvað nýtt, þá mistekst það harkalega. Harkalega.
En ekki hér. Hér varð til lag sem er svo unaðslega grúvandi að allar áhyggjuraddir um hallærislegheit hljóma eins og dauðahryglur í þorski ofan í lest á frystitogara.
Frankie Valli og félagar hans færa einfaldlega fram það sem skemmtanabransinn snýst um. Steikur, djæf og fíling.
Það er komið að Steina, Bruce Springsteen, í þriðja sinn hjá Fílalag. Nú er það níu-steini sem er tekinn fyrir. Hann er með kleinuhringjaskegg,...
Fílalag höndlar afar þungan hníf í þætti dagsins. „Try a Little Tenderness“ er einn helsti soul-slagari allra tíma, var meðal annars einkennislag kvikmyndarinnar The...
George Harrison - Got My Mind Set on You Hawai-skyrtuklædd Samsonite taska með bavíana-rass situr á Kastrup og drekkur 40 millítra af colgate tannkremi....