Modern Love – Að gönna Síðuna

March 01, 2019 00:38:29
Modern Love – Að gönna Síðuna
Fílalag
Modern Love – Að gönna Síðuna

Mar 01 2019 | 00:38:29

/

Show Notes

Hann mætti aftur, sólbrúnn, í stórum jakka og gult hár. Hann tætti í sig áttuna. Við erum að tala um Hnífa-Davíð í sinni tíundu endurholdgun. Platan hét Let’s Dance og hittararnir komu í röðum. Modern Love líklega sá mest gírandi.

Það er bannað að spila Modern Love með Bowie nálægt kirkjugörðum. Alls ekki mæta með gettóblaster í Fossvogskirkjugarð og setja þetta lag á. Það ærir líkin. Þau byrja að dansa ofan í gröfum sínum og það kemur hreyfingu á jarðveginn, sem getur valdið jarðsigi og aurskriðum. Sýnið ábyrgð.

Modern Love er hinsvegar fullkomið lag til að hlusta á þegar kálfum er hleypt út á vorin. Og einnig þegar farið er út að skokka. Smeygið nú á ykkur hlaupaskóna, setjið á ykkur eitís-svitabönd og gönnið Ægissíðuna. Hlaupið eins og sperrtir kálfar. Það er kominn tími til að gönna Síðuna.

Other Episodes

Episode

June 01, 2018 00:57:55
Episode Cover

Re-Sepp-Ten : „Fuck You Danmark”

VM-Holdet & Dodo – Re-Sepp-Ten: Vi er røde, vi er hvide Það ríkti mikil eftirvænting þegar Danir gáfu út stemningslag vegna þátttöku sinnar á...

Listen

Episode 0

July 03, 2020 00:54:23
Episode Cover

Everybody Wants to Rule the World - Tvö skott, miskunnarleysi, náungakærleikur er fyrir aumingja

Tears for Fears - Everybody Wants to Rule the World Charles Chaplin bítur í grænt epli í útlegð sinni í Manoir de Ban við...

Listen

Episode 0

May 04, 2018 00:59:26
Episode Cover

Sunny way - Kjallarinn á Þórscafé

Gestófíll: Ari Eldjárn Það er febrúar 1974. Við erum stödd í iðnaðarhverfi austan megin við Hlemm í Reykjavík. Hrafn kroppar í prins póló umbúðir...

Listen