Hann mætti aftur, sólbrúnn, í stórum jakka og gult hár. Hann tætti í sig áttuna. Við erum að tala um Hnífa-Davíð í sinni tíundu endurholdgun. Platan hét Let’s Dance og hittararnir komu í röðum. Modern Love líklega sá mest gírandi.
Það er bannað að spila Modern Love með Bowie nálægt kirkjugörðum. Alls ekki mæta með gettóblaster í Fossvogskirkjugarð og setja þetta lag á. Það ærir líkin. Þau byrja að dansa ofan í gröfum sínum og það kemur hreyfingu á jarðveginn, sem getur valdið jarðsigi og aurskriðum. Sýnið ábyrgð.
Modern Love er hinsvegar fullkomið lag til að hlusta á þegar kálfum er hleypt út á vorin. Og einnig þegar farið er út að skokka. Smeygið nú á ykkur hlaupaskóna, setjið á ykkur eitís-svitabönd og gönnið Ægissíðuna. Hlaupið eins og sperrtir kálfar. Það er kominn tími til að gönna Síðuna.
Fílalag er snúið aftur eftir tveggja vikna hlé. Snorri er nýgiftur og svífur nú um á rósrauðu skýi. Fílun dagsins er því fílgúdd-þykknið sjálft...
Alanis Morissette – Ironic Ottawa. Sleðaferð. Þreföld ógn. Flannel. Cadillac Eldorado. Gleðin er endalaus. Kakó í lokin. Atlantis týndist. Alanis líka. Hún var gerð...
„Sko. Höfum það á hreinu að Alex Chilton var 16 ára þegar hann söng þetta. Hann var nýkominn með punghár og fór beint í...