Modern Love – Að gönna Síðuna

March 01, 2019 00:38:29
Modern Love – Að gönna Síðuna
Fílalag
Modern Love – Að gönna Síðuna

Mar 01 2019 | 00:38:29

/

Show Notes

Hann mætti aftur, sólbrúnn, í stórum jakka og gult hár. Hann tætti í sig áttuna. Við erum að tala um Hnífa-Davíð í sinni tíundu endurholdgun. Platan hét Let’s Dance og hittararnir komu í röðum. Modern Love líklega sá mest gírandi.

Það er bannað að spila Modern Love með Bowie nálægt kirkjugörðum. Alls ekki mæta með gettóblaster í Fossvogskirkjugarð og setja þetta lag á. Það ærir líkin. Þau byrja að dansa ofan í gröfum sínum og það kemur hreyfingu á jarðveginn, sem getur valdið jarðsigi og aurskriðum. Sýnið ábyrgð.

Modern Love er hinsvegar fullkomið lag til að hlusta á þegar kálfum er hleypt út á vorin. Og einnig þegar farið er út að skokka. Smeygið nú á ykkur hlaupaskóna, setjið á ykkur eitís-svitabönd og gönnið Ægissíðuna. Hlaupið eins og sperrtir kálfar. Það er kominn tími til að gönna Síðuna.

Other Episodes

Episode

August 24, 2018 01:10:42
Episode Cover

Walking On Sunshine – Lík dansa

Fílalag er snúið aftur eftir tveggja vikna hlé. Snorri er nýgiftur og svífur nú um á rósrauðu skýi. Fílun dagsins er því fílgúdd-þykknið sjálft...

Listen

Episode

December 13, 2019 00:57:59
Episode Cover

Týpískt – Ironic

Alanis Morissette – Ironic Ottawa. Sleðaferð. Þreföld ógn. Flannel. Cadillac Eldorado. Gleðin er endalaus. Kakó í lokin. Atlantis týndist. Alanis líka. Hún var gerð...

Listen

Episode

January 30, 2015 00:43:06
Episode Cover

The Letter – Maðurinn sem breytti heiminum nýkominn með punghár

„Sko. Höfum það á hreinu að Alex Chilton var 16 ára þegar hann söng þetta. Hann var nýkominn með punghár og fór beint í...

Listen