Modern Love – Að gönna Síðuna

March 01, 2019 00:38:29
Modern Love – Að gönna Síðuna
Fílalag
Modern Love – Að gönna Síðuna

Mar 01 2019 | 00:38:29

/

Show Notes

Hann mætti aftur, sólbrúnn, í stórum jakka og gult hár. Hann tætti í sig áttuna. Við erum að tala um Hnífa-Davíð í sinni tíundu endurholdgun. Platan hét Let’s Dance og hittararnir komu í röðum. Modern Love líklega sá mest gírandi.

Það er bannað að spila Modern Love með Bowie nálægt kirkjugörðum. Alls ekki mæta með gettóblaster í Fossvogskirkjugarð og setja þetta lag á. Það ærir líkin. Þau byrja að dansa ofan í gröfum sínum og það kemur hreyfingu á jarðveginn, sem getur valdið jarðsigi og aurskriðum. Sýnið ábyrgð.

Modern Love er hinsvegar fullkomið lag til að hlusta á þegar kálfum er hleypt út á vorin. Og einnig þegar farið er út að skokka. Smeygið nú á ykkur hlaupaskóna, setjið á ykkur eitís-svitabönd og gönnið Ægissíðuna. Hlaupið eins og sperrtir kálfar. Það er kominn tími til að gönna Síðuna.

Other Episodes

Episode

November 22, 2019 00:55:38
Episode Cover

Guð blessi meyjarblómið þitt amma – The Village Green Preservation Society

The Kinks – The Village Green Preservation Society Fílalag kafar djúpt ofan í glatkistuna að þessu sinni og grefur upp eina frumfílun frá júní...

Listen

Episode

January 20, 2017 00:53:30
Episode Cover

I Love Rock N Roll – Hurð sparkað upp (í tuttugasta skipti)

Farið frá. Hún er komin. Það eru læti. Það er stemning. Við erum að tala um Joan Jett og svörtu hjörtun hennar. Af hverju...

Listen

Episode

January 14, 2016 00:48:57
Episode Cover

Wild Is The Wind – Tímalaus vindurinn

Fyrir aðeins nokkrum dögum síðan grunaði fáa að David Bowie væri feigur. Hann var ekki eins og hinir poppararnir, byrjaður að glamra sig niður...

Listen