Youth Group – Forever Young
Alphaville – Forever Young
Það eru tvær útgáfur undir nálinni hjá Fílalag í dag en aðeins eitt lag. Og þvílíkt lag. Hér er ekkert lítið í húfi. Heimurinn, fegurðin, æskan.
Forever Young er rýtingur í kvið dauðlegra. Hversu oft hefur einhver horfst í augu við staðhæfinguna: það er erfitt að eldast án málstaðar – og sokkið við tilhugsunina? Og nú er komið nýtt sjónarhorn á þetta alltsaman – því höfundar Forever Young eru allir komnir á sjötugsaldur.
Þessi fílun er veisla. Hlaðborð hugmynda. Á meðal þess sem er á boðstólnum er: Kalda stríðið, vestur-þýskt myndlistarfokk, neórómantík, O.C.-tímabilið, brúnu krullurnar, converse-smokrunin, óperufasteignasalar, æska, hringtengingar, valdarán og fegurð.
Allt fölnar, allt deyr, ekkert varir að eilífu. Þess vegna er lífið fagurt, vegna þess að hvert augnablik er einstakt. Það eina sem kemur aftur er áminning um hið liðna og horfna. Lífið er ein stór bíósýning af kviðristandi rýtingum. Youth Group. Æskudeildin. Alphaville. Fasískir fegurðarseggir. Mundið hnífa ykkar og leyfið okkur að falla á þá.A
Tom Petty & The Heartbreakers – American Girl Innkoma Thomas Earl Petty inn í ameríska músíksenu er jafn einföld og hún er ótrúleg. Ef...
Það þurfti ekkert minna en vel-versaðan gestófíl til að afhausa fílinn í herberginu þegar Waterfalls með TLC var tekið fyrir. Sandra Barilli, bransakona, mætti...
Daft Punk - Da Funk Endurtekningin. Lífsleiðinn. Gljáinn. Feimnin, friggðin, nostalgían. Jökullinn hopar. Evrópa ropar. Sykurpúðar, stúdíólúðar, Christian Dior blússur liggja eins og hráviði...