Youth Group – Forever Young
Alphaville – Forever Young
Það eru tvær útgáfur undir nálinni hjá Fílalag í dag en aðeins eitt lag. Og þvílíkt lag. Hér er ekkert lítið í húfi. Heimurinn, fegurðin, æskan.
Forever Young er rýtingur í kvið dauðlegra. Hversu oft hefur einhver horfst í augu við staðhæfinguna: það er erfitt að eldast án málstaðar – og sokkið við tilhugsunina? Og nú er komið nýtt sjónarhorn á þetta alltsaman – því höfundar Forever Young eru allir komnir á sjötugsaldur.
Þessi fílun er veisla. Hlaðborð hugmynda. Á meðal þess sem er á boðstólnum er: Kalda stríðið, vestur-þýskt myndlistarfokk, neórómantík, O.C.-tímabilið, brúnu krullurnar, converse-smokrunin, óperufasteignasalar, æska, hringtengingar, valdarán og fegurð.
Allt fölnar, allt deyr, ekkert varir að eilífu. Þess vegna er lífið fagurt, vegna þess að hvert augnablik er einstakt. Það eina sem kemur aftur er áminning um hið liðna og horfna. Lífið er ein stór bíósýning af kviðristandi rýtingum. Youth Group. Æskudeildin. Alphaville. Fasískir fegurðarseggir. Mundið hnífa ykkar og leyfið okkur að falla á þá.A
Neil Diamond - Sweet Caroline Þá er komið að augabrúnunum frá Brooklyn. Neil Diamond. Axlafílarinn mikli. Strit og uppskera. Hvolpaást í sumarbúðum. Vor, sumar,...
Hallelujah - Ýmsir Leonard Cohen var 49 ára þegar hann tók upp lagið Hallelujah fyrir plötu sína “Various Positions”. Plötunni var hafnað af bandaríska...
Foo Fighters - My Hero Handboltarokkið er tekið föstum tökum í þætti dagsins. Um er að ræða slökkviliðsmannastomperinn My Hero með Foo Figthers, úr...