The Letter – Maðurinn sem breytti heiminum nýkominn með punghár

January 30, 2015 00:43:06
The Letter – Maðurinn sem breytti heiminum nýkominn með punghár
Fílalag
The Letter – Maðurinn sem breytti heiminum nýkominn með punghár

Jan 30 2015 | 00:43:06

/

Show Notes

„Sko. Höfum það á hreinu að Alex Chilton var 16 ára þegar hann söng þetta. Hann var nýkominn með punghár og fór beint í efsta sætið og þetta er samt ekkert barnastjörnu dæmi. Þetta er fullorðins soul-shaker. Hann hljómar eins og lífsreyndur fjárhættuspilari og kvennabósi en í raun var hann nýkomin úr fermingarkirtlinum,“ segir Bergur Ebbi í nýjasta þætti Fílalags þar sem fjallað er um lagið „The Letter“ með The Box Tops.

Alex Chilton og félagar áttu eitt vinsælasta lag tónlistarársins mikla 1967 og markaði það mikil þáttaskil. „Hér eru unglingar farnir að pumpa út þýðingarmikilli músík. Þetta var endanleg staðfesting á því sem hafði verið í gangi á sexunni  [innsk. blaðamanns: 7. áratugnum] þegar unglingar tóku við sem andlegir leiðtogar fjöldans. Þetta var ekkert Monkees dæmi. Hér voru nokkrir hvítir millistéttarkrakkar mættir með músík sem var svo tregafull, en samt líka svo kraftmikil og ungæðisleg, að við erum að tala um instant klassík. Þetta er ómótstæðilegt lag,“ segir Snorri Helgason um lagið sem í daglegu tali gengur undir nafninu „Bréfið“.

„Ef við förum aðeins í merkingarfræðina þá er „bréfið“ náttúrlega bréf frá baby-boomer krökkunum stílað á „the man“ um að the tides have changed. Í bréfinu er í raun verið að segja: Fokk jú við förum ekki í Víetnam. Fokk jú president Johnson þú ert meitlaður gamall kall með kúrekahatt og ég er síðhærður bólugrafinn fáviti en er samt miklu klárari en þú. Það var efni bréfsins,“ segir Bergur Ebbi.

Þið getið hlustað á þennan innihaldsríka og skemmtilega þátt Fílalags með því að smella hér:

Other Episodes

Episode

August 19, 2016 00:59:14
Episode Cover

Survivor – Velgengni, Já takk

Bandaríkin verða seint talinn aumingjadýrkendur meðal þjóða. Þvert á móti. Í Bandaríkjunum er málið að vera harður af sér, vera eigin gæfu smiður, sækja...

Listen

Episode

May 24, 2019 01:21:55
Episode Cover

Rio – 35 millimetra bresk heimsveldisgredda

Duran Duran – Rio Gestófíll: Gunnar “Taylor” Hansson Núna hellum við okkur út í þetta. Takið fram mittissíðu smókingjakkana með uppbrettu ermarnar, blásið hárið,...

Listen

Episode 0

December 13, 2019 00:57:59
Episode Cover

Týpískt - Ironic

Alanis Morissette - Ironic Ottawa. Sleðaferð. Þreföld ógn. Flannel. Cadillac Eldorado. Gleðin er endalaus. Kakó í lokin. Atlantis týndist. Alanis líka. Hún var gerð...

Listen