Love Minus Zero/No Limit - Hrafninn sem kyndir ofn okkar allra

September 04, 2020 01:26:47
Love Minus Zero/No Limit - Hrafninn sem kyndir ofn okkar allra
Fílalag
Love Minus Zero/No Limit - Hrafninn sem kyndir ofn okkar allra

Sep 04 2020 | 01:26:47

/

Show Notes

Bob Dylan - Love Minus Zero / No Limit

Lagið sem er til umfjöllunar í dag er svo epískt að greinin um fílunina verður í "Í ljósi sögunnar" stíl.

Dagarnir 13., 14. og 15. janúar voru nokkuð kaldir í New York borg árið 1965. Hitinn fór lítið yfir frostmark og fór alveg niður í mínus 12 gráður á celsíus að morgni föstudagsins fimmtánda. Á þessum þremur dögum, í hljóðveri Columbia útgáfunnar í CBS byggingunni á 52. stræti í miðhluta Manhattan, var platan Bringing it All Back Home með Bob Dylan tekin upp.

Í miðri frosthörkunni, á föstudeginum, var lagið "Mr. Tamborine Man" tekið upp, en það hafði að vísu verið samið nálægt ári fyrr, eða í febrúar 1964. Á þessum þremur dögum voru einnig tekin upp lög eins og "Gates of Eden", "Maggie's Farm" og "It's All Over Now Baby Blue" - allt lög sem breyttu gangi sögunnar.

En það var fimmtudags eftirmiðdagurinn 14. janúar sem gaf bestu uppskeruna. Í einu þriggja og hálfra klukkustunda lotu tók Bob Dylan upp, ásamt hljómsveit, nothæfar og endanlegar útgáfur af lögunum "Outlaw Blues", "She Belongs to Me", "Bob Dylan's 115th Dream" ásamt einu af hans allra frægustu lögum "Subterranean Homesick Blues". Eins og það sé ekki nóg þá kláraði hljómsveitin og Dylan líka upptöku af laginu "Love Minus Zero / No Limit", þennan kalda fimmtudag í New York þann 14. janúar 1965. Upptökur hófust kl. 14.30 og var lokið kl. 18.

En það sem tók aðeins 3,5 klukkustundir að taka upp, hefur fólk eytt milljónum klukkustunda í að greina. "Bringing it All Back Home" er platan sem sprengdi upp heilann í risastórri kynslóð hugvísindafólks og sjálfskipaðra greiningarsveita - en slík ýfing hefur ávallt verið eitt af aðalsmerkjum Dylans.

Það er því varla tilviljun að í fyrsta sinn sem Fílalag leitar í sömu plötuna eftir lagafílun, sé það einmitt þessi plata sem varð fyrir valinu. Áður hefur Tamborínumaðurinn verið maukgreindur - en nú er komið að hinum algilda, fitusprengda, gerilsneydda, leifturhitaða Kærleika. Nú setjum við hann á borð okkar og drögum ekkert af honum.

Other Episodes

Episode

March 13, 2015 00:48:47
Episode Cover

Maggie May – Graðasti maður breska samveldisins neglir heiminn

„Árið 1971 var Rod Stewart einfaldlega nítrólýserín dýnamít-túba ready to explode. Það er bara þannig,“ segir Snorri Helgason í nýjasta þætti Fílalags þar sem...

Listen

Episode

September 26, 2025 01:00:10
Episode Cover

Moonlight Shadow - Miðilsfundur á Myrká

Mike Oldfield og Maggie Reilly – Moonlight Shadow Viðjulauf. Hvítir náttkjólar. Gólandi hundur. Skothvellur í fjarska og silkimjúkt myrkrið. Tonn hughrifa í eldspýtustokki. Heil...

Listen

Episode 0

April 23, 2021 00:48:55
Episode Cover

Music - Að leggjast á hraðbrautina

Madonna - Music „Popp" er hart orð. Það eru þrjú pé í því og það brotnar á vörum manns. Popp er líka harður business....

Listen