Barn – Barn eilífðar

May 10, 2019 00:52:34
Barn – Barn eilífðar
Fílalag
Barn – Barn eilífðar

May 10 2019 | 00:52:34

/

Show Notes

Ragnar Bjarnason – Barn

Sviðsmynd: Ísland og allt sem því fylgir sekkur í sæ. Konseptið klárast. Ekki meiri íslensk tunga. Ekki meiri Öræfajökull. Ekki meiri ORA-baunir. Ekki meiri #MyStopover. Bara allt farið. Blóm og kransar. Samfélag þjóðanna leikur á fiðlu og horfir á eftir þessari hugmynd sem Ísland var. En hvaða lag skyldi leikið?

Til greina kæmi að nota sömu sálma til að kveðja Ísland eins og gert hefur verið um borgara þess. Velja eitthvað úr smiðju sálmaskáldsins Valdimars Briem eða Allt eins og blómstrið eina eftir Hallgrím Pétursson. Eða taka Smávinir fagrir á þetta. Basic.

En hvað með að syngja annað lag yfir öllu konseptinu. Hvað með lagið og ljóðið um barnið sem lék sér við ströndina. Því hvað er Ísland annað en það. Barn sem leikur sér við ströndina. Alltaf jafn óþroskað, alltaf jafn smátt gagnvart víðáttu hafsins, en þó hugmynd sem líður áfram.

Þið afsakið sófa-heimspekina. En hvað er annað hægt þegar maður fílar þennan exístensíalíska slagara? Barn. Hér er um að ræða eilífiðarbarnið, konsept, kjörnun sem gefur heilanum gríðarlegt pláss til hughrifa. Textinn eftir Stein Steinarr takk fyrir túkall. Lagið eftir Ragga Bjarna saltkjöt og baunir túkall. Er hægt glenna tilvistina meira upp? Og að þetta skuli hafa verið samið og flutt á Íslandi fyrir hálfri öld. Að við eigum slíka perlu í okkar búri. 

Barnið mitt. Frúin hlær í betri bíl. Ó, barnið mitt. Það vex eitt blóm lengst fyrir vestan. Ó, barn!

Other Episodes

Episode

April 12, 2019 00:55:38
Episode Cover

Final Countdown – Með sjóðheitan kjarnorkuúrgang í klofinu

Europe – The Final CountdownÞað var lokaniðurtalning í gamla Nýló salnum þegar hármetal-hesthúsið Europe var fílað í allri sinni dýrð, frammi fyrir fílahjörðinni. Tjúúúúú....

Listen

Episode

March 17, 2017 01:32:39
Episode Cover

Band On The Run – Flóttinn mikli

Fílalag heldur áfram að hringsnúast í kringum Bítlana eins og köttur í kringum heitan graut. Í dag er sjálfur sir Paul McCartney tekinn fyrir...

Listen

Episode

February 12, 2016 01:26:07
Episode Cover

Hungry Heart – Glorhungrað hjarta

Að vera svangur er mannlegasta lífsreynsla sem til er. Það hafa allir gengið í gegnum það og því geta fylgt gríðarlegar tilfinningar. Að vera...

Listen