Mezzoforte – Garden Party
Það eru engin orð framkölluð í laginu sem er fílað í dag. Í því heyrist aðeins söngur saxafóns og tóna. Það er enginn skrítinn framburður sem upplýsir um uppruna, stétt eða stöðu flytjandans. Hér er leikinn hreinn gleðidjass, tónlistin sem leikin er í lyftunni upp í sjöunda himin.
Að þessi músík sé framkölluð af rúmlega tvítugum íslenskum krökkum úr plássi í Norður-Atlantshafi, er dæmi um hvernig vegir tónlistargyðjunnar eru órannsakanlegir. Garðpartí Mezzofortes er snurðulaust, tímalaust og endalaust. Fílið. Njótið.
Wheatus - Teenage Dirtbag Girtu kakíbuxurnar upp að handakrikum þannig að pínulítið hjartað skýlist undir beltissylgju úr látúni. Fáðu þér oreo og mjólk eftir...
Músík er sameinandi afl sem spyr hvorki um stétt né stöðu. Þetta eru væmin orð, en þó alveg sönn. Jafnvel hörðustu rokkarar koma heim...
Hvað gera Bandaríkjamenn ef að bíll selst vel? Þeir framleiða meira af honum? Hvað þýðir að framleiða meira af honum? Framleiða fleiri eintök en...