Mezzoforte – Garden Party
Það eru engin orð framkölluð í laginu sem er fílað í dag. Í því heyrist aðeins söngur saxafóns og tóna. Það er enginn skrítinn framburður sem upplýsir um uppruna, stétt eða stöðu flytjandans. Hér er leikinn hreinn gleðidjass, tónlistin sem leikin er í lyftunni upp í sjöunda himin.
Að þessi músík sé framkölluð af rúmlega tvítugum íslenskum krökkum úr plássi í Norður-Atlantshafi, er dæmi um hvernig vegir tónlistargyðjunnar eru órannsakanlegir. Garðpartí Mezzofortes er snurðulaust, tímalaust og endalaust. Fílið. Njótið.
Fíliði metal? Það er ekki ólíklegt því þungarokk er ein söluhæsta tónlistarstefna sögunnar. En í öllum þáttum Fílalags (sem eru orðnir 101 talsins) hefur...
Ludwig van Beethoven - Óðurinn til gleðinnar Gestófíll: Jóhann Alfreð Kristinsson Það sem lagt hefur verið á álfuna. Fyrst voru það kóngarnir, púðraðir, grimmir...
Jean-Michel Jarre - Quatrième Rendez-vous Belgískur milljónamæringur stígur um borð í einkaþotu. Kona með áhyggjufulla rödd segir frá siðferðislegum álitamálum í tengslum við loðdýrarækt....