Try Sleeping With A Broken Heart – Brotið hjarta úr eldhúsi helvítis

May 26, 2017 00:53:55
Try Sleeping With A Broken Heart – Brotið hjarta úr eldhúsi helvítis
Fílalag
Try Sleeping With A Broken Heart – Brotið hjarta úr eldhúsi helvítis

May 26 2017 | 00:53:55

/

Show Notes

Fílalag er á nútímalegum slóðum í dag og fílar lag frá 2009. Um er að ræða stóran smell með Aliciu Keys, lag sem gerði ágætis hluti þegar það kom út fyrir átta árum síðan, en á líka helling inni.

Alicia Keys er multi-talent. Frábær söngkona, lagahöfundur og hljóðfæraleikari. Hún er einnig frumkvöðull í cross-over kúli, þ.e. að missa ekki kúlið þrátt fyrir að skella sér á bólakaf í meinstrím menningu, sem er löngu orðinn standard í dag.

Í stuttu máli hefur Alicia allt. Hún er semí gettó-barn, alin upp í Hell’s Kitchen í New York, sem þó er á Manhattan þannig að skuggar ríkidæmis féllu á íbúðarblokk hennar. Hún kann að hrista glingrið en líka að spila leik minimalismans, eins og hún gerir í lagi dagsins.

Other Episodes

Episode

August 22, 2014 00:57:59
Episode Cover

To Know Him Is To Love Him – Fimma. Flauel. Angurværð. Teen Dream. Bangsi lúrir.

„ Yfirvofandi“ er fyrsta orðið sem kemur upp í hugann þegar hlýtt er á „To Know Him is To Love Him“ sem er fyrsti...

Listen

Episode 0

November 29, 2019 00:53:29
Episode Cover

Bitter Sweet Symphony - Að fasa út sársaukann

The Verve - Bitter Sweet Symphony Eitt stærsta lag allra tíma. 1997. Manchester-drjólar að gefa hann góðan. Stórir leðurjakkar. Alkólíseraðir tónlistarblaðamenn, skrjáfandi þunnir, skrifandi...

Listen

Episode

April 27, 2018 01:23:46
Episode Cover

Nothing Compares 2 U – Grátið á bekk í París, grátið í Vestmannaeyjum. Grátið.

Það er komið að því. Fjólubláa fönkmaskínan er undir fóninum. Sex-naggurinn. Meiri brennsa. Minni sóda. This is it. Prince Rogers Nelson. En ekki bara...

Listen