Fílalag er á nútímalegum slóðum í dag og fílar lag frá 2009. Um er að ræða stóran smell með Aliciu Keys, lag sem gerði ágætis hluti þegar það kom út fyrir átta árum síðan, en á líka helling inni.
Alicia Keys er multi-talent. Frábær söngkona, lagahöfundur og hljóðfæraleikari. Hún er einnig frumkvöðull í cross-over kúli, þ.e. að missa ekki kúlið þrátt fyrir að skella sér á bólakaf í meinstrím menningu, sem er löngu orðinn standard í dag.
Í stuttu máli hefur Alicia allt. Hún er semí gettó-barn, alin upp í Hell’s Kitchen í New York, sem þó er á Manhattan þannig að skuggar ríkidæmis féllu á íbúðarblokk hennar. Hún kann að hrista glingrið en líka að spila leik minimalismans, eins og hún gerir í lagi dagsins.
„Við höfum margoft verið beðnir um að fíla „In the Air Tonight“ með Phil Collins,“ segir Bergur Ebbi í nýjasta þætti Fílalags þar sem...
Johnny Nash - I Can See Clearly Now Ef fílgúdd væri vara sem maður kaupir út í búð, þá erum við í þann mund...
Bob Dylan - Knockin' On Heaven's Door Fyrsti í Dylan-svítu. Fógetinn er við dauðans dyr. Hann grefur byssur sínar. Útlagi í Ástralíu-frakka gengur framhjá...