Try Sleeping With A Broken Heart – Brotið hjarta úr eldhúsi helvítis

May 26, 2017 00:53:55
Try Sleeping With A Broken Heart – Brotið hjarta úr eldhúsi helvítis
Fílalag
Try Sleeping With A Broken Heart – Brotið hjarta úr eldhúsi helvítis

May 26 2017 | 00:53:55

/

Show Notes

Fílalag er á nútímalegum slóðum í dag og fílar lag frá 2009. Um er að ræða stóran smell með Aliciu Keys, lag sem gerði ágætis hluti þegar það kom út fyrir átta árum síðan, en á líka helling inni.

Alicia Keys er multi-talent. Frábær söngkona, lagahöfundur og hljóðfæraleikari. Hún er einnig frumkvöðull í cross-over kúli, þ.e. að missa ekki kúlið þrátt fyrir að skella sér á bólakaf í meinstrím menningu, sem er löngu orðinn standard í dag.

Í stuttu máli hefur Alicia allt. Hún er semí gettó-barn, alin upp í Hell’s Kitchen í New York, sem þó er á Manhattan þannig að skuggar ríkidæmis féllu á íbúðarblokk hennar. Hún kann að hrista glingrið en líka að spila leik minimalismans, eins og hún gerir í lagi dagsins.

Other Episodes

Episode

May 03, 2019 00:56:34
Episode Cover

Love Don’t Cost A Thing – Þegar allt glóði

Jennifer Lopez – Love Don’t Cost a Thing Popptíví tíminn. Latin sprengjan. Bronshúðað fólk, dansandi á ströndinni. Glingur og drasl á hverjum fingri, eyrnalokkar,...

Listen

Episode

October 14, 2016 00:32:55
Episode Cover

My Friend & I – Íslenskur eðall

Fílalag fer á uppáhalds slóðir sínar í þætti dagsins: Íslenskt 70s!! Í þessum gullkistuþætti kynnumst við erki-síð-hippum Íslands. Trúbrot. Trúbrot var band ólíkra karaktera....

Listen

Episode 0

March 13, 2020 00:51:32
Episode Cover

I'm Sleeping My Day Away - Einbeittur brotavilji

D.A.D. - I'm Sleeping My Day Away Sporðdreki hríslast eftir maga á konu með mjótt mitti. Þurrt eyðimerkurlandslag. Smokkar. Rauður Winston á náttborði. Hríslandi...

Listen