GusGus – David
Bagettulitað hold. Frönsk retrófútúrísk hraðlest. Þunnur maður með þýska nýbylgju á VHS undir hendinni. Klapparstígurinn í íslenskum september úða. Steppur Rússlands. Kampavín. Sunnudagsskóli. Lamadýr. Strandsalt hár.
Drukkið úr kaleik. Tjaldbúðir. Dulur. Slæður. Flautur. Skálabumbur. Syndir. Fjármálastjóri Airbus sýpur brimsalta ostru og askar sígauna ofan í tvíhnepptan ullarblazer. Veröldin er taflborð, svarthvít Fassbinder kameruól strekkt um háls þinn. Og lausnarorðið er: Davíð.
Göss göss gjörið svo vel…
Rolling Stones - Let's Spend the Night Together Farið inn í föðurhúsin, undir loðfeldinn, inn í merginn, inn í kjarnsýruna og marinerið ykkur þar...
Í fílun dagsins er farið í skemmtilegt ferðalag um vegi poppsins. Eric Prydz heitir listamaðurinn sem er til umfjöllunar. Ef maður myndagúglar Prydz, sem...
Leggjum á borð. Hvað er í matinn? Soðinn Bítill, kryddaður með Roy Orbison, eldaður af Jeff Lynne úr ELO, borinn fram með Bob Dylan...