I Wanna Be Your Dog – Sturlaði táningurinn Detroit

June 05, 2015 00:50:17
I Wanna Be Your Dog – Sturlaði táningurinn Detroit
Fílalag
I Wanna Be Your Dog – Sturlaði táningurinn Detroit

Jun 05 2015 | 00:50:17

/

Show Notes

Ef Bandaríkin væru fjölskylda og borgir landsins fjölskyldumeðlimir þá væri Detroit sturlaði táningurinn. Það sem meira er: Detroit er eilífðartáningur. Vandræðagemsinn sem mætir heim til aldraðra foreldra sinna í leðurjakka og drepur í sígarettu á Drottinn blessi heimilið skiltinu og skipar föður sínum að fara út og kaupa bland og mömmu sinni að búa til omilettu. Detroit er svalasti en jafnframt hættulegasti staður Bandaríkjanna; ameríska martröðin með öllu sínu kynþáttahatri, kólestóróli og Batman-skýjakljúfum og þriggja tonna bílum keyrandi um auð strætin.

Detroit er líka, eins og allir tónlistarunnendur vita, hlutfallslega frjóasta varpstöð bæði rokksins og poppsins, sannkölluð Keflavík á sterum. Sé mið tekið af höfðatölu þá hefur Detroit alið upp hlutfallslega svo marga fræga rokkara og poppara að það stappar nærri sturlun. Leyfum staðreyndunum að tala. Frá Detroit koma: Smokey Robinson og restin af Miracles, Diana Ross og restin af Supremes, The Four Tops og náttúrulega bara allt frá útgáfunni sem heitir eftir borginni Motown Records, þ.á.m. Stevie Wonder sem selfluttur var þangað ungur að árum og Mikki litli Jackson sem sleit barnsskónum í Studio A á Grand West Boulevard. Hvað meira? Jú jú. Madonna. Alice Cooper. Sufjan Stevens. White Stripes. Eminem og svo þessar dúllulegu rokksveitir sem fundu upp pönkið næstum áratug á undan Bretunum og heita MC5 og The Stooges með Iggy Pop fremstan í flokki.

Lagið sem fílað verður í dag er rokk-jarðýta af síkkópata skólanum. Ímyndið ykkur ef Baddi í Djöflaeyjunni hefði toppað aðeins seinna, nært sig með hippisma og jaðarstefnu, tekið LSD ofan í brennivínið, skráð sig í sértrúarsöfnuð og keyrt svo kagganum sínum inn í braggann og yfir alla ábúendur. Lagið sem spilað væri undir væri líklega þessi rokk-þruma með Iggy Pop og félögum í The Stooges.Fílalag. Michigan special.

Other Episodes

Episode

January 16, 2015 NaN
Episode Cover

Summer of ’69 – Þrír menn hafa bitið af sér neðri vörina við að heyra þetta

„Fyrir nokkrum árum fóru menn að tala um konseptið „denim-on-denim“ í merkingunni að klæðast gallabuxum og gallajakka og fóðra sig alveg með denim. Þetta...

Listen

Episode

September 23, 2016 01:18:39
Episode Cover

Time To Pretend – Tími til að þykjast

Popptónlist er ekki lífið sjálft. Popptónlist er leikur og allir sem taka þátt í hamaganginum eru leikarar. Það þýðir samt ekki að það sé...

Listen

Episode

July 06, 2018 01:54:08
Episode Cover

What’s Going On – Hvað er í gangi??!!

Árið er 1971. Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur tekið þeldökk ungmenni í hundruð þúsunda tali úr ryðguðum vonleysis iðnborgum sínum og sent þau í stríð til...

Listen