Hey Jude – Bítlað yfir sig

April 06, 2018 00:58:35
Hey Jude – Bítlað yfir sig
Fílalag
Hey Jude – Bítlað yfir sig

Apr 06 2018 | 00:58:35

/

Show Notes

Samfélagið er uppfullt af fólki með Bítlana á heilanum. Fólk sem þylur upp nöfnin á hljóðversplötunum í tíma og ótíma, les þykka bítladoðranta og yfirstúderar Bítlana. Svo er líka til fólk sem hreinlega bítlar yfir sig, sem getur ekki sest við píanó án þess að úr því verði Bítlalaga-orgía og jolly good stemning.

Ástand „bítlunar” er raunverulegt ástand, og oftast er það hið besta mál.

En best af öllu er að Bítlarnir sjálfir voru náttúrulega stöðugt í ástandi „bítlunar”. Engir voru jafn bítlaðir og þeir. Þeir voru nöllar sem kunnu sjálfir að þylja upp möntru um eigið mikilvægi og sögu. Ein af ástæðum þess að saga Bítlana er svona vel skráð er vegna þess að Bítlarnir sjálfir eru bítlaðir, þ.e. mjög uppteknir af bítla-fyrirbærinu og menningarlegum áhrifum þess.

Og svo bítluðu þeir náttúrulega yfir sig. Sem er ákveðin eðlisverkandi snilld. Í laginu Hey Jude eru samankomnir yfirbítlaðir Bítlar. Það er gríðarleg bítlastemning í gangi, framkvæmd af Bítlunum sjálfum, og útkoman er náttúrulega eitt af þeirra allra, allra stærstu lögum.

Og á þennan loðfíl var ráðist í nýjasta Fílalag þættinum, sem tekin var upp „live” frammi fyrir fílahjörðinni á Húrra. Góð stemning, frábært lag, úrvals fílun. Njótið.

Other Episodes

Episode

July 07, 2017 00:58:58
Episode Cover

Clubbed To Death – Orkudrykkir, bakpokar, misheppnuð ást á japönskum kúltúr

Líklegast átti það að vera orðaleikur þegar tónlistarmaðurinn Rob Dougan gaf lagi sínu nafnið „Clubbed To Death“. Orðasambandið þýðir í venjulegri merkinu: „að vera...

Listen

Episode 0

November 03, 2023 01:18:04
Episode Cover

My Heart Will Go On  - Stirðnandi klökka hjartalausa djúp

My Heart Will Go On (Love Theme from Titanic) - Celine Dion Blómabúðalykt. Orð sem voru hvísluð svo lágt að þau aldrei heyrðust. Unglingaherbergið...

Listen

Episode 0

December 13, 2019 00:57:59
Episode Cover

Týpískt - Ironic

Alanis Morissette - Ironic Ottawa. Sleðaferð. Þreföld ógn. Flannel. Cadillac Eldorado. Gleðin er endalaus. Kakó í lokin. Atlantis týndist. Alanis líka. Hún var gerð...

Listen