Hey Jude – Bítlað yfir sig

April 06, 2018 00:58:35
Hey Jude – Bítlað yfir sig
Fílalag
Hey Jude – Bítlað yfir sig

Apr 06 2018 | 00:58:35

/

Show Notes

Samfélagið er uppfullt af fólki með Bítlana á heilanum. Fólk sem þylur upp nöfnin á hljóðversplötunum í tíma og ótíma, les þykka bítladoðranta og yfirstúderar Bítlana. Svo er líka til fólk sem hreinlega bítlar yfir sig, sem getur ekki sest við píanó án þess að úr því verði Bítlalaga-orgía og jolly good stemning.

Ástand „bítlunar” er raunverulegt ástand, og oftast er það hið besta mál.

En best af öllu er að Bítlarnir sjálfir voru náttúrulega stöðugt í ástandi „bítlunar”. Engir voru jafn bítlaðir og þeir. Þeir voru nöllar sem kunnu sjálfir að þylja upp möntru um eigið mikilvægi og sögu. Ein af ástæðum þess að saga Bítlana er svona vel skráð er vegna þess að Bítlarnir sjálfir eru bítlaðir, þ.e. mjög uppteknir af bítla-fyrirbærinu og menningarlegum áhrifum þess.

Og svo bítluðu þeir náttúrulega yfir sig. Sem er ákveðin eðlisverkandi snilld. Í laginu Hey Jude eru samankomnir yfirbítlaðir Bítlar. Það er gríðarleg bítlastemning í gangi, framkvæmd af Bítlunum sjálfum, og útkoman er náttúrulega eitt af þeirra allra, allra stærstu lögum.

Og á þennan loðfíl var ráðist í nýjasta Fílalag þættinum, sem tekin var upp „live” frammi fyrir fílahjörðinni á Húrra. Góð stemning, frábært lag, úrvals fílun. Njótið.

Other Episodes

Episode

April 05, 2024 01:27:19
Episode Cover

Heaven on their Minds - Stóru samskeytin

Carl Anderson og Jesus Christ Superstar leikhópurinn - Heaven on their Minds Sólbruni. Tímasprengja. Páskar. Heilaga landið. Gallabuxur. Aktivismi. Oflæti. Broadway. Hamas. Bringuhár. Langferðabílar....

Listen

Episode

February 16, 2018 01:00:29
Episode Cover

Airport – Þar sem andinn tekst á loft

Fílalag endurreisir sig með tvöfaldri afsagaðri haglabyssu. Lagið „Airport” er fílað í allri sinni dýrð. Fyrst með íslensku rokkhljómsveitinni HAM og síðar með upprunalegum...

Listen

Episode

October 28, 2016 01:11:19
Episode Cover

Hippar (Gestófíll: Dr. Gunni) – „Reipið er til. Hengið ykkur nú.“

Fílalagsbræður settust niður með sjálfum Dr. Gunna og fíluðu einn af fyrstu íslensku pönk-slögurunum, Hippa, með Fræbbblunum. Dr. Gunni sagði sögur úr Kópavogi og...

Listen