Ef maður myndi spyrja einhvern random Bandaríkjamann um hljómsveitina Pixies, þá eru líkur til þess að hann myndi yppa öxlum og ropa framan í þig – Homer Simpson style. Bandaríkjamenn utan hörðustu indí-vígja, þekkja ekki þetta band. Auðvitað þekkja sumir þeirra gítarlínuna í Where is My Mind, sem fílað er í dag, en annað ekki.
Það sama er ekki uppi á teningnum á Íslandi. Sérhver Íslendingur sem átt hefur CD-spilara eða kveikt á Rás 2 þekkir Pixies mjög vel. Bandið hefur meira að segja komið tvisvar til Íslands og fyllt bæði Kaplakrika og Laugardalshöll. Pixies er stadium-band fyrir Íslendinga. Jafn basic og Víking gylltur í hönd gröfumanns á Egilsstöðum.
En samt vita Íslendingar ekkert mikið um uppruna Pixies. Þeir vita til dæmis ekki að þrátt fyrir að Pixies hafi ávallt notið meiri vinsælda í Evrópu, einkum Bretlandi, heldur en í eigin heimalandi – þá er um að ræða mjög amerískt band. Þetta eru Boston-djöflar. Pizza slafrandi, baseball-áhorfandi hettupeysulið með vélindabakflæði. Og það útskýrir eiginlega allt mögulegt í sambandi við Pixies.
Where is My Mind er vissulega einskonar þjóðsöngur landsins þar sem gröns og krútt haldast í hendur – gæsahúðaóður kaldhæðnu kynslóðarinnar. Og það er eitt besta lag allra tíma. En kannski er það fyrst og fremst eins og góð pizza – bara eitthvað hveiti-baserað þarmakítti sem maður fær ekki nóg af.
„Þegar Elvis dreymir þá er ekkert annað á matseðlinum en ameríski draumurinn þríréttaður borinn fram á húddinu á rjómahvítum Cadillac. Það er bara þannig....
Í þessum þætti Fílalags verður fjallað um einhvern bragðmesta og klístrugasta súputening rokksögunnar. Hljómsveitina Doors. Þar fór saman ljóðasköddun, djassgeggjun ásamt vænum skammti af...
Ef tónlistarsagan væri eldhús þá er hljómsveitin The Band bjórinn í ískápnum og það er í raun ótrúlegt að Fílalagsmenn séu ekki búnir að...