Fílalag fjallar um The Stranglers í dag og fíla lag þeirra Golden Brown. Lagið á sér fáar hliðstæður í músík. Það er einstakt. Það fjallar víst um heróín, en í stærra samhenginu má segja að það fjalli um að skríða aftur inn í móðurkvið.
Lagið er einstakt því það er skrítin blanda af barokk og easy listening, flutt af pönkhljómsveit. Hljóðheimurinn er mjúkur en flutningurinn agaður. Það er ekkert lag eins og Golden brown og það er mögulega eitt mest sóló-fílaða lag allra tíma. Lag sem maður þarf engan félagskap eða tengingar til að fíla. Að hlusta á Golden Brown er eitthvað sem er kannski best að gera bara þegar maður er einn heima og allir hafa svikið mann.
Never a frown, with golden brown. Golden Brown svíkur aldrei.
Kylie Minogue - Can't Get You Out Of My Head Orðið "popp" til að lýsa ákveðinni tegund tónlistar er einstaklega mikil svikamylla því það...
Eftir næstum fimmtán ár af ströggli sló hljómsveitin Pulp í gegn. Þau komu frá Sheffield og höfðu norpað í artí nýbylgju rokk baslinu svo...
„Við höfum margoft verið beðnir um að fíla „In the Air Tonight“ með Phil Collins,“ segir Bergur Ebbi í nýjasta þætti Fílalags þar sem...