Golden Brown – Velkomin inn í móðurkvið

September 02, 2016 01:01:09
Golden Brown – Velkomin inn í móðurkvið
Fílalag
Golden Brown – Velkomin inn í móðurkvið

Sep 02 2016 | 01:01:09

/

Show Notes

Fílalag fjallar um The Stranglers í dag og fíla lag þeirra Golden Brown. Lagið á sér fáar hliðstæður í músík. Það er einstakt. Það fjallar víst um heróín, en í stærra samhenginu má segja að það fjalli um að skríða aftur inn í móðurkvið.

Lagið er einstakt því það er skrítin blanda af barokk og easy listening, flutt af pönkhljómsveit. Hljóðheimurinn er mjúkur en flutningurinn agaður. Það er ekkert lag eins og Golden brown og það er mögulega eitt mest sóló-fílaða lag allra tíma. Lag sem maður þarf engan félagskap eða tengingar til að fíla. Að hlusta á Golden Brown er eitthvað sem er kannski best að gera bara þegar maður er einn heima og allir hafa svikið mann.

Never a frown, with golden brown. Golden Brown svíkur aldrei.

Other Episodes

Episode

April 05, 2024 01:27:19
Episode Cover

Heaven on their Minds - Stóru samskeytin

Carl Anderson og Jesus Christ Superstar leikhópurinn - Heaven on their Minds Sólbruni. Tímasprengja. Páskar. Heilaga landið. Gallabuxur. Aktivismi. Oflæti. Broadway. Hamas. Bringuhár. Langferðabílar....

Listen

Episode

December 28, 2018 00:51:47
Episode Cover

Turn! Turn! Turn! – Breyting, snúningur, beygja, umrót

The Byrds – Turn! Turn! Turn! Hvað eiga ofbeldisfullir konungar Ísraels til forna sameiginlegt með sólbrúnum 68 kynslóðar kaliforníu-hippum? Allt. Hér mæta þeir inn...

Listen

Episode

April 06, 2018 00:58:35
Episode Cover

Hey Jude – Bítlað yfir sig

Samfélagið er uppfullt af fólki með Bítlana á heilanum. Fólk sem þylur upp nöfnin á hljóðversplötunum í tíma og ótíma, les þykka bítladoðranta og...

Listen