Golden Brown – Velkomin inn í móðurkvið

September 02, 2016 01:01:09
Golden Brown – Velkomin inn í móðurkvið
Fílalag
Golden Brown – Velkomin inn í móðurkvið

Sep 02 2016 | 01:01:09

/

Show Notes

Fílalag fjallar um The Stranglers í dag og fíla lag þeirra Golden Brown. Lagið á sér fáar hliðstæður í músík. Það er einstakt. Það fjallar víst um heróín, en í stærra samhenginu má segja að það fjalli um að skríða aftur inn í móðurkvið.

Lagið er einstakt því það er skrítin blanda af barokk og easy listening, flutt af pönkhljómsveit. Hljóðheimurinn er mjúkur en flutningurinn agaður. Það er ekkert lag eins og Golden brown og það er mögulega eitt mest sóló-fílaða lag allra tíma. Lag sem maður þarf engan félagskap eða tengingar til að fíla. Að hlusta á Golden Brown er eitthvað sem er kannski best að gera bara þegar maður er einn heima og allir hafa svikið mann.

Never a frown, with golden brown. Golden Brown svíkur aldrei.

Other Episodes

Episode 0

October 22, 2021 01:38:09
Episode Cover

Goodbye Yellow Brick Road - Hinn sinnepsguli vegur (Live í Borgó)

Elton John - Goodbye Yellow Brick Road Árið er 1973. Kynóðir Jesúsar safna krökkum upp í Volkswagen rúgbrauð og keyra til fjalla. Djúpgul skotveiðisólgleraugu...

Listen

Episode 0

July 03, 2020 00:54:23
Episode Cover

Everybody Wants to Rule the World - Tvö skott, miskunnarleysi, náungakærleikur er fyrir aumingja

Tears for Fears - Everybody Wants to Rule the World Charles Chaplin bítur í grænt epli í útlegð sinni í Manoir de Ban við...

Listen

Episode

September 21, 2018 01:09:31
Episode Cover

With Or Without You – Leggstu í fósturstellingu, hver sem þú ert, hvar sem þú ert

Hver ertu? Þú! Hvort sem þú borðaðir bjúga í kvöldmat eða slafraðir í þig fusion-rétti á sushi samba innan um fasteignasala og myndlistarflippara. Hver...

Listen