If I Can Dream – Elvis og hinn þríréttaði ameríski draumur

January 23, 2015 00:38:33
If I Can Dream – Elvis og hinn þríréttaði ameríski draumur
Fílalag
If I Can Dream – Elvis og hinn þríréttaði ameríski draumur

Jan 23 2015 | 00:38:33

/

Show Notes

„Þegar Elvis dreymir þá er ekkert annað á matseðlinum en ameríski draumurinn þríréttaður borinn fram á húddinu á rjómahvítum Cadillac. Það er bara þannig. I rest my case,“ segir Snorri Helgason í nýjasta þætti Fílalags en umfjöllunarefnið er handhafi sjálfrar kórónunnar: Elvis Presley.

Lagið sem er til umfjöllunar er ekki neitt entry-level Presley-Pleasure. Nei nei lagsmaður. Hér er um að ræða rúbín-smaragðinn á toppi amerísku graskersbökunnar þar sem hún liggur á gluggasyllu og bíður kólnunar. „If I Can Dream“ er Jobsbók klædd í hempu amerísks skemmtanaiðnaðar, þrælseigur toffímoli með beiskju, kergju en umfram allt þrá, lífsvilja og unaðslegu eftirbragði sigursælu. Jú takk fyrir.

Hlustið á þáttinn og fílið Elvis Presley sem aldrei fyrr.

Other Episodes

Episode

November 20, 2015 00:36:40
Episode Cover

Killing In The Name Of – „Fuck you I won’t do what you tell me“

Hvert er hið eiginlega einkennislag síð X-kynslóðarinnar/early milennials? Er það Smells Like Teen Spirit. Iiih. Núll stig. Giskið aftur. Er það Under the Bridge?...

Listen

Episode 0

July 09, 2021 01:19:31
Episode Cover

Love - Eggjarauðan sem aldrei eyðist

John Lennon - Love Það er ekki bara Brimborg sem er öruggur staður til að vera á heldur líka innsta hólf í innstu kistu...

Listen

Episode

November 01, 2019 01:03:12
Episode Cover

I Will Always Love You – Gullstöng

I Will Always Love You – Dolly Parton & Whitney Houston Hringið í Immanuel Kant. Já. Bara niður í gröfina í Kalíníngrad. Og andið...

Listen