„Þegar Elvis dreymir þá er ekkert annað á matseðlinum en ameríski draumurinn þríréttaður borinn fram á húddinu á rjómahvítum Cadillac. Það er bara þannig. I rest my case,“ segir Snorri Helgason í nýjasta þætti Fílalags en umfjöllunarefnið er handhafi sjálfrar kórónunnar: Elvis Presley.
Lagið sem er til umfjöllunar er ekki neitt entry-level Presley-Pleasure. Nei nei lagsmaður. Hér er um að ræða rúbín-smaragðinn á toppi amerísku graskersbökunnar þar sem hún liggur á gluggasyllu og bíður kólnunar. „If I Can Dream“ er Jobsbók klædd í hempu amerísks skemmtanaiðnaðar, þrælseigur toffímoli með beiskju, kergju en umfram allt þrá, lífsvilja og unaðslegu eftirbragði sigursælu. Jú takk fyrir.
Hlustið á þáttinn og fílið Elvis Presley sem aldrei fyrr.
Boney M - Rasputin Á meginlandi Evrópu býr leigubílstjóri sig undir langa vakt. Hann girðir terelín buxurnar upp að handahrikum og herðir beltið vel...
Rúnk – Atlavík ’84 Hvað gerist ef maður hleypir rafstraumi ofan í blauta rauðrófustöppu? Yfirleitt gerist reyndar ekki neitt. En stundum gerist snilld. Hljómsveitin...
Cat Stevens - Wild World Í hvítri mussunni stígur hann á Ibiza-sprekið og klórar sér snöggt kafloðnum maganum. Steven Demetre Georgiou, einnig þekktur sem...