Please Don’t Let Me Be Misunderstood – Að rista á hol og græða á því

June 26, 2015 NaN
Please Don’t Let Me Be Misunderstood – Að rista á hol og græða á því
Fílalag
Please Don’t Let Me Be Misunderstood – Að rista á hol og græða á því

Jun 26 2015 | NaN

/

Show Notes

The Animals komu frá Newcastle á Englandi. Músíklega má segja að Newcastle sé einskonar Liverpool fyrir lengra komna. Newcastle liggur nokkrum gráðum norðar, er nokkrum stigum blúsaðara og tónlistin sem kom þaðan endurspeglaði það. Í þessum nýjasta þætti Fílalags er farið beint í hjartað á British Invasion bylgjunni í tónlist sem er það merkilega fyrirbæri að amerísk blús- og þjóðlagatónlist var kynnt fyrir bandarískum almenningi af breskum unglingum.

Lagið sem er til umfjöllunar í dag er „Don’t Let Me Be Misunderstood“ sem var upphaflega djass-hittari saminn fyrir Ninu Simone. Lagið fjallar um angist fullorðins fólks í sambandsslitum, djúpan harm og vonleysi. Á einhvern óveraldlegan hátt tókst unglingunum frá Newcastle að gera þetta lag nánast enn tilfinningahlaðnara en orginalinn – og nóg var um samt. Það er hreinlega eins og ætlun þeirra hafi verið að rista hlustendur á hol með flutningnum og hjakka í sárinu í tvær mínútur og 28 sekúndur.

Það sem er kannski enn merkilegra er að þeim tókst líka að koma fyrir popp-húkki í miðju þjáningarmistrinu. Lagið er grípandi og var mjög vinsælt. Að lokum má benda á að kapítalisminn sigrar alltaf að lokum. Please Don’t Let Me Be Misunderstood var notað í H&M nærfataauglýsingu með David Beckham sem var sýnd í hálfleik í amerísku Super-Bowl útsendingunni 2012.

Þið getið hlustað á umfjöllun Snorra og Bergs Ebba um þetta magnaða lag með því að smella hér:

Other Episodes

Episode

March 01, 2019 00:38:29
Episode Cover

Modern Love – Að gönna Síðuna

Hann mætti aftur, sólbrúnn, í stórum jakka og gult hár. Hann tætti í sig áttuna. Við erum að tala um Hnífa-Davíð í sinni tíundu...

Listen

Episode

October 13, 2017 00:47:10
Episode Cover

Crimson & Clover – Blóðrautt og smári

Það er 1968. Það er lavalampi í gluggakistunni. Napalminu rignir yfir Víetnam. En í Bandaríkjunum er nóttin teppalögð af engissprettuhljóðum. Það er stemning. Fílalag...

Listen

Episode 0

February 14, 2020 00:58:35
Episode Cover

Superstar - Hvítar tennur, brúnt leður

Carpenters - Superstar Trésmiðurinn brúnast í sólinni. Leðurólar Jésú-sandalanna herpast um svitastorkna ökkla. Það húmar að. Raðmorðingjamyrkur skellur á. Vaktmaður Golfklúbbsins er skorinn á...

Listen