The Animals komu frá Newcastle á Englandi. Músíklega má segja að Newcastle sé einskonar Liverpool fyrir lengra komna. Newcastle liggur nokkrum gráðum norðar, er nokkrum stigum blúsaðara og tónlistin sem kom þaðan endurspeglaði það. Í þessum nýjasta þætti Fílalags er farið beint í hjartað á British Invasion bylgjunni í tónlist sem er það merkilega fyrirbæri að amerísk blús- og þjóðlagatónlist var kynnt fyrir bandarískum almenningi af breskum unglingum.
Lagið sem er til umfjöllunar í dag er „Don’t Let Me Be Misunderstood“ sem var upphaflega djass-hittari saminn fyrir Ninu Simone. Lagið fjallar um angist fullorðins fólks í sambandsslitum, djúpan harm og vonleysi. Á einhvern óveraldlegan hátt tókst unglingunum frá Newcastle að gera þetta lag nánast enn tilfinningahlaðnara en orginalinn – og nóg var um samt. Það er hreinlega eins og ætlun þeirra hafi verið að rista hlustendur á hol með flutningnum og hjakka í sárinu í tvær mínútur og 28 sekúndur.
Það sem er kannski enn merkilegra er að þeim tókst líka að koma fyrir popp-húkki í miðju þjáningarmistrinu. Lagið er grípandi og var mjög vinsælt. Að lokum má benda á að kapítalisminn sigrar alltaf að lokum. Please Don’t Let Me Be Misunderstood var notað í H&M nærfataauglýsingu með David Beckham sem var sýnd í hálfleik í amerísku Super-Bowl útsendingunni 2012.
Þið getið hlustað á umfjöllun Snorra og Bergs Ebba um þetta magnaða lag með því að smella hér:
Fleetwood Mac þekkja allir. Undanfarin tíu ár hefur það verið hipstera-standard að hlusta á adult contemporary stöffið frá síðla-sjöu Fleetwood Mac og fíla það...
Hvernig stendur á því að þetta hefur ekki verið fílað fyrr? Fílunarsaga án Buddy Holly er eins og Nýja testamentið með engum Jésú. En...
„Hey Matt“ „Já, Tim“ „Hefurðu talaði við Marc nýlega?“ „Ööö, nei, ég hef eiginlega ekki talað við hann, en hann virkar soldið ööö leiður“...