Killing In The Name Of – „Fuck you I won’t do what you tell me“

November 20, 2015 00:36:40
Killing In The Name Of –  „Fuck you I won’t do what you tell me“
Fílalag
Killing In The Name Of – „Fuck you I won’t do what you tell me“

Nov 20 2015 | 00:36:40

/

Show Notes

Hvert er hið eiginlega einkennislag síð X-kynslóðarinnar/early milennials?

Er það Smells Like Teen Spirit. Iiih. Núll stig. Giskið aftur.

Er það Under the Bridge? Gleymið því.

Svarið er að sjálfsögðu Killing in the Name af fyrstu plötu Rage Against the Machine, sem er fílað niður í mólekúl í þessum þætti Fílalags.

„Þetta er lag sem er spilað í vinnustaðapartíum og það tryllast allir, sama hvar í flokki þeir standa. Það eru allir reiðir innst inni hvort sem þeir eru aktívistar eða þeir vinna sem verkefnastjórar hjá Samtökum atvinnulífsins. Það fíla allir þetta lag,“ segir Snorri Helgason.

„Það má vera að það sé mikil reiði í þessu en það verður heldur ekki tekið frá þessu lagi að það svíngrúvar,“ segir Bergur Ebbi og bendir á að Rage Against the Machine sé funk-metal band. „Þetta er metal-rapp-rokk dót eins og varð síðar að heilli stefnu með nu-metalnum nokkrum árum síðar, en það var ekki jafn mikið fönk í nu-metalnum eins og á þessari fyrstu plötu hjá Rage. Þess vegna dansa allir við þetta, því þetta  er funky shit,“ segir hann.

Farið í mexíkósu ponchoin, mundið mólótov-kokteilinn, hafið palestínu-klútinn klárann.

Það er aktivista-special í Fílalag í dag: Killing in the Name.

Lag fyrir heila kynslóð.

Svíngrúvandi reiður fjandi.

Ómótstæðileg negla.

Other Episodes

Episode

January 30, 2015 00:43:06
Episode Cover

The Letter – Maðurinn sem breytti heiminum nýkominn með punghár

„Sko. Höfum það á hreinu að Alex Chilton var 16 ára þegar hann söng þetta. Hann var nýkominn með punghár og fór beint í...

Listen

Episode

February 16, 2018 01:00:29
Episode Cover

Airport – Þar sem andinn tekst á loft

Fílalag endurreisir sig með tvöfaldri afsagaðri haglabyssu. Lagið „Airport” er fílað í allri sinni dýrð. Fyrst með íslensku rokkhljómsveitinni HAM og síðar með upprunalegum...

Listen

Episode

February 24, 2016 00:49:16
Episode Cover

Without You – Til hvers að lifa?

Without You kom fyrst út með hljómsveitinni Badfinger árið 1970. Það sló ekki í gegn. Höfundar lagsins, Pete Ham og Tom Evans urðu síðar...

Listen