Wheatus - Teenage Dirtbag
Girtu kakíbuxurnar upp að handakrikum þannig að pínulítið hjartað skýlist undir beltissylgju úr látúni. Fáðu þér oreo og mjólk eftir skóla. Það er keila í kvöld. Farðu út í K-Mart til að kaupa kanil því ef veröld þín lyktar ekki af kanil þá er hún ekki lengur númer eitt.
Hálfsjálfvirkir bílar, hálfsjálfvirkar hugsanir, hálfsjálfvirkir árásarrifflar. Krumpaðir tennissokkar, lambakrullur og ljós lokadansleiksins. Þetta er kvöldið þitt lúðinn þinn. Nýttu það vel því á morgun er máttur galdursins á þrotum.
DJ Shadow - Organ Donor Lygnið aftur augum. Hann er kominn að kveða burt kvíðann. Sjálfur skuggaprinsinn. DJ Shadow, í linum Dickies buxum og...
Roger Miller - King of the Road Ef það er eitthvað sem vantar á Íslandi þá er það alvöru vegamenning. Að geta farið út...
Bob Dylan er sá stærsti. Hann er stærri en Bítlarnir, stærri en Elvis, stærri en Stones. Þetta er ekki sagt á mælikvarða plötusölu eða...