Mr. Tambourine Man – Vogun vinnur

May 18, 2018 01:25:46
Mr. Tambourine Man – Vogun vinnur
Fílalag
Mr. Tambourine Man – Vogun vinnur

May 18 2018 | 01:25:46

/

Show Notes

Ekkert er jafn síkópatískt, en að sama skapi gaman, eins og að leggja vandlega á borð fyrir sjálfan sig. Bjóða sjálfum sér í mat. Dúkaleggja, draga fram silfrið og postulínið og hægelda stóran grís með epli í kjaftinum. Sitja svo einn að snæðingi og njóta.
Árið 1964 var Bob Dylan í sérstakri stöðu. Hann var þegar hylltur sem Messías. Hann var borinn um á gullstóli amerískra sósíalista og intellektúala. En Bob Dylan, þessi 23 ára gamla, föla millistéttarrengla frá Minnesota, vissi að það er stórhættulegur stóll að sitja í. Hvernig hann vissi það er ómögulegt að segja. Hann vissi að hann yrði að hækka sig um einn og taka sénsa.
Mikið hefur verið skrifað um það þegar Bob Dylan dró fram rafmagnsgítarinn. Að þá hafi hann sagt skilið við þjóðlagahefðina og raunverulega skapað varanlega ímynd sína, án aðkomu annarra. En það er greining sem segir ekki alla söguna. Bob Dylan kastaði teningunum á borðið fyrr en það.
Því 1964 leggur hann á borð fyrir einn og snæðir heilan grís. Þurrkar sér vandlega með næfurhvítri og stífaðri munnþurku, og horfir stíft framan í heiminn. Og svipur hans sagði: Mér er drullusama hvað ykkur finnst því ég veit að þetta sem ég var að gera var það besta sem þið hafið séð.
 
Og þessi snæðingur heitir í daglegu tali Mr. Tamborine Man. Lagið sem breytti Bob Dylan frá því að vera einbeittur trúbador með meiningar yfir í að vera flugeldasýningameistari veraldarinnar. Mr. Tamborine Man felur í sér stækkun á sjálfri dægurmenningunni. Það er algerlega sjálfsköpuð snilld. Ekki andsvar við neinu, ekki fánaberi neins, umgirðing, aftöppun eða endurskoðun. Mr. Tamborine Man er frumsnilld.
Fílalagi fallast hendur. Njótið bara og fílið. Hér er Herbergismaðurinn tekinn fyrir í fjórða sinn og er hann því fílunarmethafi eins og sakir standa.
Fílið.

Other Episodes

Episode

May 10, 2019 00:52:34
Episode Cover

Barn – Barn eilífðar

Ragnar Bjarnason – Barn Sviðsmynd: Ísland og allt sem því fylgir sekkur í sæ. Konseptið klárast. Ekki meiri íslensk tunga. Ekki meiri Öræfajökull. Ekki...

Listen

Episode

August 18, 2017 01:20:25
Episode Cover

Jesse – Martröð Elvisar

Fílalag kafar djúpt í dag. Það er alvöru listahátíðar-kröns í boði. Lagið Jesse með Scott Walker er uppgjör við ellefta september. En Jesse er...

Listen

Episode 0

November 03, 2023 01:18:04
Episode Cover

My Heart Will Go On  - Stirðnandi klökka hjartalausa djúp

My Heart Will Go On (Love Theme from Titanic) - Celine Dion Blómabúðalykt. Orð sem voru hvísluð svo lágt að þau aldrei heyrðust. Unglingaherbergið...

Listen