Narcotic – Nítíuogátta oktana límonaði-sprengja

August 03, 2018 01:05:50
Narcotic – Nítíuogátta oktana límonaði-sprengja
Fílalag
Narcotic – Nítíuogátta oktana límonaði-sprengja

Aug 03 2018 | 01:05:50

/

Show Notes

Liquido – Narcotic
Hér er það komið. Gas allra landsmanna, jagerskota-þrusa. Hér er þrumuguðinn Þór öskurstemmdur upp í skýjunum, klæddur eins og Duff-Man, að hella límonaði-ferskri dísilolíu yfir djammþyrst ungmenni í sumrinu, og kveikja svo í öllu draslinu.
Þetta lag gat ekki verið ófílað. Þetta er lag heillar kynslóðar. Cross-over negla úr níunni, þjóðsöngur sem fór langt með að sameina þunglynda og kaldhæðna rokkara og pungsveitt sveitaballaliðið.
Það þurfti háskólagáfumenni frá Þýskalandi í verknaðinn. Þau reiknuðu, þau strituðu, þau sigruðu. Allavega um stundarsakir.

Other Episodes

Episode

September 23, 2016 01:18:39
Episode Cover

Time To Pretend – Tími til að þykjast

Popptónlist er ekki lífið sjálft. Popptónlist er leikur og allir sem taka þátt í hamaganginum eru leikarar. Það þýðir samt ekki að það sé...

Listen

Episode

November 27, 2015 01:30:29
Episode Cover

Try A Little Tenderness – Ofnbökuð lagkaka

Fílalag höndlar afar þungan hníf í þætti dagsins. „Try a Little Tenderness“ er einn helsti soul-slagari allra tíma, var meðal annars einkennislag kvikmyndarinnar The...

Listen

Episode

April 26, 2024 01:08:43
Episode Cover

Gvendur á Eyrinni - Harmurinn, tyggjóið, eyrin og eilífðin

Dátar - Gvendur á Eyrinni Esjan er klædd flaueli. Handan hennar springur bomban. Sveppaskýið rís til himins. Faxaflóinn verður appelsínugulur. Við ströndina standa eyjaskeggjar...

Listen