Lover, You Should’ve Come Over (Gestófíll: Valdimar Guðmundsson) – Djass og fokk

February 17, 2017 01:12:02
Lover, You Should’ve Come Over (Gestófíll: Valdimar Guðmundsson) – Djass og fokk
Fílalag
Lover, You Should’ve Come Over (Gestófíll: Valdimar Guðmundsson) – Djass og fokk

Feb 17 2017 | 01:12:02

/

Show Notes

Sérstakur gestófíll: Valdimar Guðmundsson

Jeff Buckley var með allt. Lúkkið, lögin, sándið og líka stöðugan og vaxandi meðbyr innan bransans. Svo þurfti hann að hoppa út í Mississippi-fljótið og drukkna af slysförum. Það er einn einkennilegasti rokk-dauði tónlistarsögunnar, því sjálfsmorð var það ekki og hvorki Jack Daniels né pillur voru heldur sjáanlegar.

Hann skildi okkur eftir með músíkina sína. Að vísu er það ekki mikið af músík í magni talið. En þetta er samt hellings-pottréttur til að smjatta á. Músíkin hans er bræðingur, djassaðar sætadrengs ballöður sem renna ljúft niður, stundum hjúpaðar gítarkrönsi.

Lover, You Should’ve Come Over hefur allt. Þetta er gufumettaður kertastjaka vangari, 90s rúmfataveisla eins og hún gerist best. Manhattan loft, ilmkerti og Rachel just left you.

 

Fílalag tekur enga ábyrgð á hvað þið gerið við ykkur sjálf að fílun lokunni.

Other Episodes

Episode

October 26, 2018 01:02:59
Episode Cover

I Put A Spell On You – Álagsstund

Það fór fram hópfílun þegar Fílahjörðin mætti við drykkjarstöðvar sínar og stakk sér á bólakaf í tilfinninga-uppnáms-stomperinn I Put a Spell on You. Var...

Listen

Episode

November 20, 2015 00:36:40
Episode Cover

Killing In The Name Of – „Fuck you I won’t do what you tell me“

Hvert er hið eiginlega einkennislag síð X-kynslóðarinnar/early milennials? Er það Smells Like Teen Spirit. Iiih. Núll stig. Giskið aftur. Er það Under the Bridge?...

Listen

Episode

June 14, 2019 01:08:31
Episode Cover

Stop! In The Name Of Love – Stopp! Stöðvaðu!

The Supremes – Stop! In The Name of Love Hættu öllu sem þú ert að gera. Hættu að hugsa það sem þú varst að...

Listen