Man In The Mirror – Poppið og konungur þess

September 11, 2015 01:07:38
Man In The Mirror –  Poppið og konungur þess
Fílalag
Man In The Mirror – Poppið og konungur þess

Sep 11 2015 | 01:07:38

/

Show Notes

Shamone. Fílalag stendur á tímamótum. Allt hefur verið gert. Konungur rokksins hefur verið fílaður. Glamrokk prinsinn hefur verið fílaður. Stjórinn hefur verið fílaður. Margir hafa verið tilnefndir. Flestir hafa verið maukfílaðir. En nú er komið að aðalréttinum: konungi poppsins.

Við erum að tala um hanskakanslarann, sjálfan Michael Jackson, konung popp músíkur. Það verður ekki ráðist í neitt obscurity heldur farið beint í eitt af hans stærstu smellum: The Man in the Mirror af Bad frá 1987. Það er óþarfi að finna upp hjólið. Michael Jackson er kyrrahaf poppmenningar. Það er af nógu að taka. Það skiptir engu máli hvert maður siglir. Það er allstaðar hafsjór.

Þegar rætt er um popp þá þarf að ræða um Michael Jackson og þegar rætt er um Michael Jackson þá þarf að ræða ýmislegt annað. Þetta er allt rætt í fílalag í dag. Þetta er allt koverað. Hér er hann borin á borð. Allt í senn hrár og meyr, eins og hann kemur af kúnni, Gary Indiana höfðinginn Michael Jackson.

Other Episodes

Episode

May 06, 2016 01:01:45
Episode Cover

2 H.B. – Roxy Music útkall

Mikið uppnám varð í herbúðum Fílalags í vikunni. Snorri sendi Bergi Ebba skilaboð. Í þeim stóð orðrétt: „Trommarinn í Roxy Music var að senda...

Listen

Episode

November 30, 2018 01:00:41
Episode Cover

Love Will Tear Us Apart – Fenið

Ef til væri playlisti sem héti: “Motivational hits fyrir fólk sem fílar ekki Motivational hits” þá er alveg öruggt hvaða lag væri þar efst...

Listen

Episode

March 07, 2015 01:14:19
Episode Cover

Hefnófíl

Fílalag bauð Hefnendunum Hugleiki og Jóhanni Ævari í þátt sinn. Hefnendurnir yfirtóku þáttinn með nördamennsku sinni og fóru að rífast um endurgerðir á kanadískum...

Listen