Fílalag - 100

November 25, 2016 01:42:35
Fílalag - 100
Fílalag
Fílalag - 100

Nov 25 2016 | 01:42:35

/

Show Notes

Fílalagsmenn fara yfir ferilinn í sínum 100. þætti. Nýjar pælingar í bland við upprifjanir. Hátíðarþáttur sem hlustendur mega ekki missa af. Það er af mörgu að taka í þætti 100. Kíkt er á lögin 99 sem fíluð hafa verið og svo er einnig spáð í framtíðina. Fílalag er komið til að vera nú þegar hundrað skinkur eru komnar í pokann! Núna verður þetta bara eins og hjá Simpson fjölskyldunni sem er komin yfir 600. Í þessum þætti var í fyrsta skipti í sögu Fílalag, gert pissustopp. Bergur Ebbi þurfti  að taka sér pásu til að pissa. Þó það nú væri eftir að hafa haldið í sér í 99 þætti í röð. Góða skemmtun.

Other Episodes

Episode 0

December 06, 2019 00:51:08
Episode Cover

Only Shallow - Háheiðinn, þjóðsögulegur en iðnvæddur rafmulningur

My Bloody Valentine - Only Shallow Ímyndið ykkur ef að innan í jörðinni sjálfri væri stórt tómarúm. Það væri hægt að taka lyftu niður...

Listen

Episode

September 20, 2024 01:04:49
Episode Cover

Our House - Hlý baunastappa og maukgírun

Madness - Our House Takið rytjótt gólfteppi, nýsteikta ástarpunga, nokkur vel notuð garðáhöld, ilmvatn unglingsstúlku og gatslitinn Umbro fótbolta og skellið þessu í hakkavélina...

Listen

Episode

August 18, 2017 01:20:25
Episode Cover

Jesse – Martröð Elvisar

Fílalag kafar djúpt í dag. Það er alvöru listahátíðar-kröns í boði. Lagið Jesse með Scott Walker er uppgjör við ellefta september. En Jesse er...

Listen