Aldrei gleyma því hvað Bandaríkin eru stór. Þetta eru 324 milljón manneskjur. Það er svakalegt. Svo er þetta tæpir tíu milljón ferkílómetra. Rosalegt flæmi.
Það er allt þarna. Skýjakljúfar og lið að hamra ljóð á ritvélar en mestmegnis er þetta Walmart og bílastæði.
En það sem verður aldrei tekið af þeim eru bílarnir. Kannski er nóg að eiga hraðskreiðan bíl til að geta brunað burt úr krummaskuðinu.
En kannski er hraðskreiði bílinn einmitt bara það. Hraðskreiður bíll, og draumurinn endist ekki lengur en bíltúrinn.
Hlustið á umfjöllun Fílalags í dag um lagið Fast Car með Tracy Chapman. Þetta lag er lykilllinn að svo mörgu.
Jennifer Rush - The Power of Love Það er þýsk-amerísk negla í dag. Hin Ameríska Jennifer Rush fór til Þýskalands til að taka upp...
Carl Anderson og Jesus Christ Superstar leikhópurinn - Heaven on their Minds Sólbruni. Tímasprengja. Páskar. Heilaga landið. Gallabuxur. Aktivismi. Oflæti. Broadway. Hamas. Bringuhár. Langferðabílar....
Gill Scott Heron – The Revolution Will Not Be Televised Ameríska ljóðskáldið Gill Scott Heron sagði það best árið 1970. Þú horfir ekki á...