Oh, Pretty Woman – Rjómafyllt kirsuber vafið inn í slaufu

May 09, 2018 00:41:41
Oh, Pretty Woman – Rjómafyllt kirsuber vafið inn í slaufu
Fílalag
Oh, Pretty Woman – Rjómafyllt kirsuber vafið inn í slaufu

May 09 2018 | 00:41:41

/

Show Notes

(Úr glatkistu Fílalags. Þátturinn fór upprunalega í loftið 14. ágúst 2014)

Myndir af innhverfa óperettu-sólgleraugna kúrekanum Roy Orbison eru tattúveraðar á margar rasskinnar víðsvegar um heiminn, og ekki að ástæðulausu. Roy Orbison var allur pakkinn. Frum-rokkari, eilífðarunglingur og stemningsmaður. Hann var heil vídd. Hann söng, hann lék, hann samdi.
Og hvort hann samdi. Oh, Pretty Woman, sem hann samdi ásamt Bill Dees, er vasasinfónía eins og þær gerast bestar. Heilt óperuhús af dramatík vöndlað saman í útvarpsvænt lag. Hnausþykk tilfinningakvika í þægilegum umbúðum; slaufa utan um; sundlaug ofan á öllu draslinu.
Geðveikt lag. Rosalegur náungi. Þetta má fíla þar til beikonbugður himinsins molna ofan sálina. Fílið.

Other Episodes

Episode

August 14, 2015 00:31:09
Episode Cover

You’re So Vain – Kona lætur karlana heyra það

Carly Simon gaf út lag sitt, You’re So Vain, árið 1972. „Hún er 27 ára þegar þetta lag kemur út en samt er þetta...

Listen

Episode 0

October 20, 2023 01:14:35
Episode Cover

Sing - Hjakk og spaghettí

Fjórir fölir náungar í pólóbolum. Ljótur brúnn öskubakki á borði, búinn til í leirmótun á Waldorf-skóla. Hafrakex með sultu í kvöldmat í gær. Draumkennt...

Listen

Episode 0

September 25, 2020 01:08:29
Episode Cover

The Age of Aquarius - Kapítalisminn og draumar hippakynslóðarinnar að r##a inn í kústaskáp

The 5th Dimension - The Age of Aquarius Unglingar með reykelsi. Tónaðir Broadway leikarar í útpældum fatahenglum. Veröld að fara af hjörunum. Hér er...

Listen