Oh, Pretty Woman – Rjómafyllt kirsuber vafið inn í slaufu

May 09, 2018 00:41:41
Oh, Pretty Woman – Rjómafyllt kirsuber vafið inn í slaufu
Fílalag
Oh, Pretty Woman – Rjómafyllt kirsuber vafið inn í slaufu

May 09 2018 | 00:41:41

/

Show Notes

(Úr glatkistu Fílalags. Þátturinn fór upprunalega í loftið 14. ágúst 2014)

Myndir af innhverfa óperettu-sólgleraugna kúrekanum Roy Orbison eru tattúveraðar á margar rasskinnar víðsvegar um heiminn, og ekki að ástæðulausu. Roy Orbison var allur pakkinn. Frum-rokkari, eilífðarunglingur og stemningsmaður. Hann var heil vídd. Hann söng, hann lék, hann samdi.
Og hvort hann samdi. Oh, Pretty Woman, sem hann samdi ásamt Bill Dees, er vasasinfónía eins og þær gerast bestar. Heilt óperuhús af dramatík vöndlað saman í útvarpsvænt lag. Hnausþykk tilfinningakvika í þægilegum umbúðum; slaufa utan um; sundlaug ofan á öllu draslinu.
Geðveikt lag. Rosalegur náungi. Þetta má fíla þar til beikonbugður himinsins molna ofan sálina. Fílið.

Other Episodes

Episode

October 27, 2017 01:05:04
Episode Cover

Universal Soilder – Sending úr stúkunni

Lagið Universal Soldier eftir Buffy Sainte-Marie er eins og rakvélablað. Það er nákvæmt og skilar hámarks skurði fyrir lágmarks aflsmuni. Sainte-Marie er kanadísk söngkona...

Listen

Episode 0

July 17, 2020 00:54:45
Episode Cover

Roar - Kona öskrar

Katy Perry - Roar Úr valdamesta landinu, farsælasta ríkinu, undan menningarheimi útbreiddustu trúarbragðanna, með öguðustu aðferðafræðinni, stendur hún á alstærsta sviðinu. Og öskrar! Katy...

Listen

Episode 0

January 29, 2021 00:56:03
Episode Cover

Blister in the Sun - Graftarkýlið sem sprakk út

Violent Femmes - Blister in the Sun Fyrsta lag á fyrstu plötu hljómsveitarinnar Violent Femmes er þeirra stærsta lag. Það heitir Blister in the...

Listen