Oh, Pretty Woman – Rjómafyllt kirsuber vafið inn í slaufu

May 09, 2018 00:41:41
Oh, Pretty Woman – Rjómafyllt kirsuber vafið inn í slaufu
Fílalag
Oh, Pretty Woman – Rjómafyllt kirsuber vafið inn í slaufu

May 09 2018 | 00:41:41

/

Show Notes

(Úr glatkistu Fílalags. Þátturinn fór upprunalega í loftið 14. ágúst 2014)

Myndir af innhverfa óperettu-sólgleraugna kúrekanum Roy Orbison eru tattúveraðar á margar rasskinnar víðsvegar um heiminn, og ekki að ástæðulausu. Roy Orbison var allur pakkinn. Frum-rokkari, eilífðarunglingur og stemningsmaður. Hann var heil vídd. Hann söng, hann lék, hann samdi.
Og hvort hann samdi. Oh, Pretty Woman, sem hann samdi ásamt Bill Dees, er vasasinfónía eins og þær gerast bestar. Heilt óperuhús af dramatík vöndlað saman í útvarpsvænt lag. Hnausþykk tilfinningakvika í þægilegum umbúðum; slaufa utan um; sundlaug ofan á öllu draslinu.
Geðveikt lag. Rosalegur náungi. Þetta má fíla þar til beikonbugður himinsins molna ofan sálina. Fílið.

Other Episodes

Episode 0

June 02, 2017 00:57:49
Episode Cover

November Rain - Hægur og fagur dauðakrampi

Fílalag hefur fjallað um allskonar öfga í gegnum tíðina. Í lýsingu á þættinum sem fjallaði um Elvis mátti til dæmis finna þessa setningu: „á...

Listen

Episode 0

March 19, 2021 00:43:43
Episode Cover

Sk8er Boi - Halló litli villikötturinn minn

Avril Lavigne - Sk8er Boi Opnaðu ferska dós af tennisboltum (já, tennisboltar eru seldir í dósum og þær opnast með flipa eins og gosdósir...

Listen

Episode 0

April 17, 2020 01:17:23
Episode Cover

Hausverkun - Drullumall sem varð að múr

Botnleðja - Hausverkun Gestófíll: Ari Eldjárn Það er komið að því. Hnausþykk fílun á bestu rokkhljómsveit síðari tíma á Íslandi. Ari Eldjárn var kallaður...

Listen