Parklife – Chav-tjallismi

August 17, 2018 00:51:09
Parklife –  Chav-tjallismi
Fílalag
Parklife – Chav-tjallismi

Aug 17 2018 | 00:51:09

/

Show Notes

Þeim langaði að fanga breska hversdagsstemningu. og þeim tókst það. Blur hlóð í væna wagner-í-eldspýtustokk-exístensíalíska-popp-sápu-óperu, sem þó aldrei rís, heldur kraumar allan tímann eins og skaftpottur á gamalli AGA eldavél í sundurmolnuðu múrsteinshúsi í Longsleddale í Kúmbríu.
Um er að ræða bresk tilþrif: gnægtarborð tilvísana, undiröldu og stemningar, í mónótónískum sælgætisumbúðum. Það skrjáfar og glitrar en eldsumbrotin fara öll fram neðan jarðar, eins og breskt heimavistarskólaprump sem smýgur gegnum þykkar ullarbrækur áður en það er veitt ofan í mjólkurglas hvers botn er kinglóttur sem gleraugu herra Winston Ono.
Njótið og fílið.

Other Episodes

Episode

October 27, 2017 01:05:04
Episode Cover

Universal Soilder – Sending úr stúkunni

Lagið Universal Soldier eftir Buffy Sainte-Marie er eins og rakvélablað. Það er nákvæmt og skilar hámarks skurði fyrir lágmarks aflsmuni. Sainte-Marie er kanadísk söngkona...

Listen

Episode 0

October 22, 2021 01:38:09
Episode Cover

Goodbye Yellow Brick Road - Hinn sinnepsguli vegur (Live í Borgó)

Elton John - Goodbye Yellow Brick Road Árið er 1973. Kynóðir Jesúsar safna krökkum upp í Volkswagen rúgbrauð og keyra til fjalla. Djúpgul skotveiðisólgleraugu...

Listen

Episode

January 13, 2017 01:23:17
Episode Cover

Down By The River – Stóri Ufsilón

Þá er komið að fílun á einni af burðarstólpum rokksins. Neil Young er tekinn fyrir í Fílalag í dag. Það er vaðið beint í...

Listen