Parklife – Chav-tjallismi

August 17, 2018 00:51:09
Parklife –  Chav-tjallismi
Fílalag
Parklife – Chav-tjallismi

Aug 17 2018 | 00:51:09

/

Show Notes

Þeim langaði að fanga breska hversdagsstemningu. og þeim tókst það. Blur hlóð í væna wagner-í-eldspýtustokk-exístensíalíska-popp-sápu-óperu, sem þó aldrei rís, heldur kraumar allan tímann eins og skaftpottur á gamalli AGA eldavél í sundurmolnuðu múrsteinshúsi í Longsleddale í Kúmbríu.
Um er að ræða bresk tilþrif: gnægtarborð tilvísana, undiröldu og stemningar, í mónótónískum sælgætisumbúðum. Það skrjáfar og glitrar en eldsumbrotin fara öll fram neðan jarðar, eins og breskt heimavistarskólaprump sem smýgur gegnum þykkar ullarbrækur áður en það er veitt ofan í mjólkurglas hvers botn er kinglóttur sem gleraugu herra Winston Ono.
Njótið og fílið.

Other Episodes

Episode

May 01, 2015 00:35:49
Episode Cover

Sound of Silence – Gæsahúð handa þér

Það var heitt á könnunni. Það var heitt á pönnunni. New York ómaði af þjóðlagatónlist. Alpahúfurnar bærðust í vindinum og vindurinn boðaði breytingar. Paul...

Listen

Episode

September 12, 2025 00:56:54
Episode Cover

Serbinn - Segulsvið svitans

Bubbi – Serbinn Fjörutíu metrar á sekúndu. Ekki vindhviða heldur beinstíf leiðsla af flæðandi draugum inn í himinhvel hugans. Lax í dauðakippum. Eggjarauð kokteilsósa....

Listen

Episode 0

April 10, 2020 00:59:14
Episode Cover

The Rose - Sú sem sprakk út

Bette Midler - The Rose „Stóra systir mín var vön að sitja á gólfinu í herberginu sínu. Þetta var 1979 og nánast daglega setti...

Listen