All the Things She Said – Hlaðnara en demantanáma

June 15, 2018 00:54:48
All the Things She Said – Hlaðnara en demantanáma
Fílalag
All the Things She Said – Hlaðnara en demantanáma

Jun 15 2018 | 00:54:48

/

Show Notes

Það er við hæfi að fíla lag frá Rússlandi í dag. Og ekkert venjulegt lag. Um er að ræða stærsta smell t.A.T.u, nu-metal popp-gúmmelaði með þjóðdansa-kviðristum. Lag sem er hlaðnara af orku en óopnaður Monster í kælinum við kassann í Elko.

En hvaðan kemur þessi rosalega orka sem heyra má í t.A.T.u? Það spilar að sjálfsögðu inn í að flytjendurnir, þær Lena Katina og Júlía Volkóva, eru rússneskar – og Rússland er afar hlaðið land og illskiljanlegt. Þar er að finna geysimörg þjóðarbrot og saga þess er full af stríðum, árekstrum og ofbeldi, en líka stórbrotnum listum og vísindaafrekum.

En ætlunin í dag er ekkert endilega að skilja Rússland, þó að einhverjar línur séu dregnar fram, heldur fyrst og fremst að halla sér aftur í stólnum og djúpfíla. All the Things She Said, gjörið svo vel!

Other Episodes

Episode 0

June 04, 2021 01:18:39
Episode Cover

Uptown Girl - Blöðruselur í brunastiga

Billy Joel - Uptown Girl Það er útkall. Bláu ljósin og vælandi sírena. Upp í brunastiga í Bronx stendur útþaninn kalkúnn og spangólar á...

Listen

Episode

June 22, 2018 00:55:46
Episode Cover

Álfheiður Björk – Ítölsk skíða-ástarjátning borin fram með tómatsósu á Broadway, Ármúla

Kapteinn Ahab dó áður en hann náði að sigrast á Moby sínum Dick og lengi hefur litið út fyrir að Fílalag væri ekki að...

Listen

Episode

March 22, 2019 00:53:48
Episode Cover

Marquee Moon – Glorhungur í myrkur og norp

Television – Marquee Moon Þá er það East-Village Fokkjú baugasnilld í boði ameríska frumpönksins. Undir nálinni er Television. Önnur eins leðurjakka tyggjó slumma hefur...

Listen