All the Things She Said – Hlaðnara en demantanáma

June 15, 2018 00:54:48
All the Things She Said – Hlaðnara en demantanáma
Fílalag
All the Things She Said – Hlaðnara en demantanáma

Jun 15 2018 | 00:54:48

/

Show Notes

Það er við hæfi að fíla lag frá Rússlandi í dag. Og ekkert venjulegt lag. Um er að ræða stærsta smell t.A.T.u, nu-metal popp-gúmmelaði með þjóðdansa-kviðristum. Lag sem er hlaðnara af orku en óopnaður Monster í kælinum við kassann í Elko.

En hvaðan kemur þessi rosalega orka sem heyra má í t.A.T.u? Það spilar að sjálfsögðu inn í að flytjendurnir, þær Lena Katina og Júlía Volkóva, eru rússneskar – og Rússland er afar hlaðið land og illskiljanlegt. Þar er að finna geysimörg þjóðarbrot og saga þess er full af stríðum, árekstrum og ofbeldi, en líka stórbrotnum listum og vísindaafrekum.

En ætlunin í dag er ekkert endilega að skilja Rússland, þó að einhverjar línur séu dregnar fram, heldur fyrst og fremst að halla sér aftur í stólnum og djúpfíla. All the Things She Said, gjörið svo vel!

Other Episodes

Episode 0

April 09, 2021 01:09:20
Episode Cover

Næturljóð - Gárur á tjörn tímans

Næturljóð - MA Kvartettinn Fáni blaktir yfir Studebaker á Holtavörðuheiði. Prúðbúinn maður festir á sig skóhlífar í innbænum á Akureyri. Púrtvíni hellt í glas...

Listen

Episode 0

June 26, 2020 01:25:15
Episode Cover

Norwegian Wood & Fourth Time Around - Þegar Guð steig niður

Bítlarnir - Norwegian Wood (This Bird Has Flown)Bob Dylan - Fourth Time Around Turnarnir tveir í sexunni voru Bítlarnir og Bob Dylan. Og það...

Listen

Episode 0

October 20, 2023 01:14:35
Episode Cover

Sing - Hjakk og spaghettí

Fjórir fölir náungar í pólóbolum. Ljótur brúnn öskubakki á borði, búinn til í leirmótun á Waldorf-skóla. Hafrakex með sultu í kvöldmat í gær. Draumkennt...

Listen