Fílalag tekur í dag til umfjöllunar lag sem má ekki gleymast. Það er frá þeim tíma þegar fólk gekk um í leðurjökkum yfir gallajakka, borðaði Jón Bakan pizzur og leið þannig í gegnum íslensku súldina og krafðist einskis meir.
Lagið kom út á hápunkti 90s hippie-revival tímans. Þegar stelpurnar voru í mussum með peace-merki og síðhærðir strákarnir með brúna hassmola í sellófani í þykkum seðlaveskjum. Lífið var samt ekkert endilega neinn bjúddari, það var engin San Fransisco stemning í Hafnarfirðinum. En það var til Hammond-orgel og í höfðinu gekk fólk um með hugmyndir um frelsið. Stundum er það nóg.
Meira um þetta í þætti dagsins.
My Bloody Valentine - Only Shallow Ímyndið ykkur ef að innan í jörðinni sjálfri væri stórt tómarúm. Það væri hægt að taka lyftu niður...
Það er haust. Fílalag tekur fyrir haust tónlistarsögunnar, sem er sólóferill John Lennon. Nánar tiltekið „Mother“ af Plastic Ono Band frá 1970. Hví er...
Ef tónlistarsagan væri eldhús þá er hljómsveitin The Band bjórinn í ískápnum og það er í raun ótrúlegt að Fílalagsmenn séu ekki búnir að...