Freedom – Frelsun

October 21, 2016 01:00:09
Freedom – Frelsun
Fílalag
Freedom – Frelsun

Oct 21 2016 | 01:00:09

/

Show Notes

Fílalag tekur í dag til umfjöllunar lag sem má ekki gleymast. Það er frá þeim tíma þegar fólk gekk um í leðurjökkum yfir gallajakka, borðaði Jón Bakan pizzur og leið þannig í gegnum íslensku súldina og krafðist einskis meir.

Lagið kom út á hápunkti 90s hippie-revival tímans. Þegar stelpurnar voru í mussum með peace-merki og síðhærðir strákarnir með brúna hassmola í sellófani í þykkum seðlaveskjum. Lífið var samt ekkert endilega neinn bjúddari, það var engin San Fransisco stemning í Hafnarfirðinum. En það var til Hammond-orgel og í höfðinu gekk fólk um með hugmyndir um frelsið. Stundum er það nóg.

Meira um þetta í þætti dagsins.

Other Episodes

Episode 0

December 06, 2019 00:51:08
Episode Cover

Only Shallow - Háheiðinn, þjóðsögulegur en iðnvæddur rafmulningur

My Bloody Valentine - Only Shallow Ímyndið ykkur ef að innan í jörðinni sjálfri væri stórt tómarúm. Það væri hægt að taka lyftu niður...

Listen

Episode

September 30, 2016 01:29:49
Episode Cover

Mother – Móðir. Haust. Fegurð.

Það er haust. Fílalag tekur fyrir haust tónlistarsögunnar, sem er sólóferill John Lennon. Nánar tiltekið „Mother“ af Plastic Ono Band frá 1970. Hví er...

Listen

Episode

January 02, 2016 01:08:06
Episode Cover

The Night They Drove Old Dixie Down – Sundlaugarbakki í Hollywood 1969

Ef tónlistarsagan væri eldhús þá er hljómsveitin The Band bjórinn í ískápnum og það er í raun ótrúlegt að Fílalagsmenn séu ekki búnir að...

Listen