Fílalag tekur í dag til umfjöllunar lag sem má ekki gleymast. Það er frá þeim tíma þegar fólk gekk um í leðurjökkum yfir gallajakka, borðaði Jón Bakan pizzur og leið þannig í gegnum íslensku súldina og krafðist einskis meir.
Lagið kom út á hápunkti 90s hippie-revival tímans. Þegar stelpurnar voru í mussum með peace-merki og síðhærðir strákarnir með brúna hassmola í sellófani í þykkum seðlaveskjum. Lífið var samt ekkert endilega neinn bjúddari, það var engin San Fransisco stemning í Hafnarfirðinum. En það var til Hammond-orgel og í höfðinu gekk fólk um með hugmyndir um frelsið. Stundum er það nóg.
Meira um þetta í þætti dagsins.
Árið er 1971. Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur tekið þeldökk ungmenni í hundruð þúsunda tali úr ryðguðum vonleysis iðnborgum sínum og sent þau í stríð til...
America - Sister Golden Hair Sjöan. Hraun. Teppi. Sértrúarsöfnuðir. Fyrstu bylgju hugbúnaðarfrumkvöðlar. Gyllta hárið. Heisið. Loftið. Þyngslin. Gula geðrofið. Buxna-bulge. Kjallarinn í botlanganum. Þurrt...
The Flamingos – I Only Have Eyes For You Mjúkur koss úr hamborgaralúgu. Tyggjó-plata á rauðri tungu. Mínígolf í myrkrinu. Elskandi, dekkandi faðmur svínaslátrara...