Wake Up – Micro-brewery kynslóðin vaknar

May 11, 2018 00:59:34
Wake Up – Micro-brewery kynslóðin vaknar
Fílalag
Wake Up – Micro-brewery kynslóðin vaknar

May 11 2018 | 00:59:34

/

Show Notes

Arcade Fire koma frá Kanada. Að vísu er tæplega tveggja metra hái söngvarinn Win Butler amerískur mormóni sem fór til Montreal til að stúdera trúarbragðafræði og dró síðar bróðir sinn með í bandið. En restin er kanadískt krútt í gegn, kjöt- og kraftmikið.
Kanada er mjög „inclusive” land. Allir fá að vera með. Þar þrífst ekki elítumenning. Í Kanada fá allir að fara upp á svið og enginn er merkilegri en annar.
Það er gaman að blása í lúðra og drekka bjór, horfa á gamlar teiknimyndir, ræða heimspeki án þess að vera með prik upp í rassgatinu á sér. Og tengjast öðrum í gegnum nostalgíu fyrir millistéttarmenningu, fílgúddi og fegurð. Arcade Fire færði heiminum allt þetta.
Rokk og ról snýst ekki bara um að sparka upp hurð og kveikja á zippó kveikjara. Rokk og ról getur líka verið vinalegt, litríkt og ruglingslegt. Framúrstefnulegt og mainstream, bæði í einu. Arcade Fire virðist allavega takast það. Og varla eru þau að plata okkur öll?
Við fáum að vita meira í Fílalag þætti dagsins. Vaknið!

Other Episodes

Episode

November 18, 2016 01:20:55
Episode Cover

Widerstehe doch der Sünde (Gestófíll: Halla Oddný) – Bachaðu þig í drasl

Hvað vitið þið um Jóhann Sebastian Bach? Líklega slatta. En hafið þið fílað hann eins og hann á skilið? Kannski. Það verður allavega gert...

Listen

Episode

March 20, 2015 00:36:19
Episode Cover

Da Da Da – Poppheimurinn sigraður

Í dag fara Fílalagsbræður í skemmtilegt ferðalag um heim popptónlistar þar sem við sögu koma Bítlarnir, Mannfred Mann og Michael Jackson. Staðnæmst er við...

Listen

Episode

May 16, 2025 00:51:38
Episode Cover

Superman - Kaðlastigi úr kúlheimum

Trabant – Superman Tuttugu hestar hníga niður í miðri Ártúnsbrekku og leysast upp í grárri malbiks-súldinni í krampakenndum íslenska-dansflokks-hnykkjum. Gallajakka er rennt gegnum pre-reykingabanns...

Listen