Nú er það áferð. Lagið sem fílað er í dag hefur sömu áferð og ef feldur af jarðíkorna væri tekinn, honum dýft ofan í stamp fullan af hunangi sem staðsettur væri í gufubaði og hann svo strengdur upp milli tveggja kaktusa til þerris.
Það er djúpt í þessu, það er ljúft í þessu. En með þessu fylgir einnig gomma af óræðni og síkadelíu. Niðurstaðan er notaleg ónotatilfinning – sem er alveg mergjuð tilfinning. Eitthvað sem allir fíla.
Dátar - Gvendur á Eyrinni Esjan er klædd flaueli. Handan hennar springur bomban. Sveppaskýið rís til himins. Faxaflóinn verður appelsínugulur. Við ströndina standa eyjaskeggjar...
Bandaríkjamenn eru gíruð þjóð. Ameríka er heimsálfan sem sýgur til sín alla hugmyndastefnur veraldarinnar og bestar þær. Frakkar fundu upp bílinn en Ameríkanar fundu...
Billy Joel - Uptown Girl Það er útkall. Bláu ljósin og vælandi sírena. Upp í brunastiga í Bronx stendur útþaninn kalkúnn og spangólar á...