No Woman, No Cry - Skráargat gullna hliðsins

October 11, 2024 01:39:53
No Woman, No Cry - Skráargat gullna hliðsins
Fílalag
No Woman, No Cry - Skráargat gullna hliðsins

Oct 11 2024 | 01:39:53

/

Show Notes

Bob Marley - No Woman, No Cry

Samruni tónlistar og trúar, akursins og borgarinnar, gamla tímans og nýja. Skurðpunkturinn, meitluð sneiðmyndin, hin ljóslifandi rispa á landslagi hugans, auga ljónsins grafið djúpt í gamla Adidas merkið. Í mesta myrkinu, moðreyknum er að finna göngin að ljósinu. Þangað verður gullvagninn sendur og upp í hann stígur riddari í buxum útvíðum, sverði slíðraður og fíraður. Í gegnum hvítan reykinn og móðuna sem stígur upp af ylvolgum maís-soðning greinir hjartað muninn á röngu og réttu og hugurinn fylgir í humátt á eftir, með lokuð augu rennir þú á lyktina og svífur á mottunni inn í hægt sökkvandi tónfall hins stirnandi, klökka djúps og fílar upp í bambussófa í panelklæddum stéttarfélagsbústað eða í sjálfspyntandi hönnunarstól úr áli í hjartalausu glerhýsi. Þú fílar því þú treystir ljóninu sem öskrar og veitir þér líkn aftur og aftur og aftur. Gráttu ekki, man, því stakur drumbur mun seigbrenna í gegnum nóttina löngu og lýsa upp dimman dalinn þar til þú færð leiðingu að vötnum þar sem næðis mátt njóta.

Other Episodes

Episode 0

May 22, 2020 01:59:28
Episode Cover

Dreams - Sútað leður

Fleetwood Mac - Dreams Loðfíll tekinn fyrir. STOP. DD Unit kölluð inn. STOP. Macið sútað. STOP. Leðurvesti, tögl. STOP. Hér er um að ræða...

Listen

Episode

April 24, 2015 00:41:38
Episode Cover

Criticism as Inspiration – „Sex mínútna langur hengingarkaðall“

„90’s var tími öfga í tónlist. Það sem var að seljast var annaðhvort öfga hedó-popp eins og 2Unlimited eða öfga rokk um sjálfstortímingu eins...

Listen

Episode

December 16, 2016 00:53:09
Episode Cover

Lovefool – Gollur og sexkantar

Ein passívasta flík sem karlmenn geta klæðst er svokölluð „golla“ eða cardigan eins og hún heitir á ensku. Gollan virkar allstaðar. Kurt Cobain klæddist...

Listen