Just the Way You Are – Brúnhærð, krulluð sjöa

November 09, 2018 01:11:51
Just the Way You Are – Brúnhærð, krulluð sjöa
Fílalag
Just the Way You Are – Brúnhærð, krulluð sjöa

Nov 09 2018 | 01:11:51

/

Show Notes

Farið er á rostungaveiðar í dag. Sjálfur Billy Joel er fangaður og ekki er um lítið skrokk-ummál að ræða. Billy Joel, píanómaður, spelmaður með þykka höfuðkúpu, er dreginn á land, löðraður lýsi.
Joel hefur átt nokkur tímabil. Hreinræktaður píanómaður, MTV-brúða en þó ávallt boxari og Bronxari. Og hér er gripið inn í eitt hans mikilvægasta tímabil sem nefnist hjartaknúsara-sjöan. Hér er allt til reiðu: brúnu krullurnar, sjúskaði blazer-jakkinn, wurlitzer píanóið. Allt klárt.
Það væri ekki leiðinlegt að sitja inn á ítölskum veitingastað í Bronx-hverfinu
í miðri sjöu, í ljótum jakka, stressaður vegna skattaskulda, og heyra þetta lag koma í útvarpinu meðan börnin maula brauð úr körfu. Stemning.

Other Episodes

Episode

June 12, 2015 00:37:23
Episode Cover

Dancing On My Own – „Ég er út í horni og horfi á þig kyssa hana“

Robyn gaf út Dancing on My Own árið 2010 en það lifir enn góðu lífi á skemmtistöðum og heimapartíum út um allan heim. Lagið...

Listen

Episode

June 08, 2018 01:06:46
Episode Cover

Easy – Eðlur. Tunnur. Easy.

Kjöt hægeldast. Svitadropar merlast á pensilstrokuyfirvaraskeggjum. Afró gljáir. Það eru allir góðir. Þetta er easy. Alabama-kóngar í Los Angeles. Sólrík sjöa. Allt í gangi....

Listen

Episode

January 19, 2017 00:38:32
Episode Cover

Give it away – Red Hot Upphitun

Í ljósi þess að Red Hot Chili Peppers muni mæta til Íslands í sumar hefur verið ákveðið að grafa mjög djúpt í gullkistu Fílalags...

Listen