Just the Way You Are – Brúnhærð, krulluð sjöa

November 09, 2018 01:11:51
Just the Way You Are – Brúnhærð, krulluð sjöa
Fílalag
Just the Way You Are – Brúnhærð, krulluð sjöa

Nov 09 2018 | 01:11:51

/

Show Notes

Farið er á rostungaveiðar í dag. Sjálfur Billy Joel er fangaður og ekki er um lítið skrokk-ummál að ræða. Billy Joel, píanómaður, spelmaður með þykka höfuðkúpu, er dreginn á land, löðraður lýsi.
Joel hefur átt nokkur tímabil. Hreinræktaður píanómaður, MTV-brúða en þó ávallt boxari og Bronxari. Og hér er gripið inn í eitt hans mikilvægasta tímabil sem nefnist hjartaknúsara-sjöan. Hér er allt til reiðu: brúnu krullurnar, sjúskaði blazer-jakkinn, wurlitzer píanóið. Allt klárt.
Það væri ekki leiðinlegt að sitja inn á ítölskum veitingastað í Bronx-hverfinu
í miðri sjöu, í ljótum jakka, stressaður vegna skattaskulda, og heyra þetta lag koma í útvarpinu meðan börnin maula brauð úr körfu. Stemning.

Other Episodes

Episode

July 13, 2018 01:15:48
Episode Cover

Jack & Diane – Svo basic að það blæðir

Tottið chili-pylsu og troðið henni í svöðusár frelsarans. Lífið heldur áfram löngu eftir að það hættir að vera spennandi. Í dag verður farið inn...

Listen

Episode 0

May 22, 2020 01:59:28
Episode Cover

Dreams - Sútað leður

Fleetwood Mac - Dreams Loðfíll tekinn fyrir. STOP. DD Unit kölluð inn. STOP. Macið sútað. STOP. Leðurvesti, tögl. STOP. Hér er um að ræða...

Listen

Episode

July 12, 2019 00:56:51
Episode Cover

David – Stinnur kattaþófi

GusGus – DavidBagettulitað hold. Frönsk retrófútúrísk hraðlest. Þunnur maður með þýska nýbylgju á VHS undir hendinni. Klapparstígurinn í íslenskum september úða. Steppur Rússlands. Kampavín....

Listen