Cranberries - Dreams
Ungt fólk í yfirgefnum vöruhúsum. Dýna á gólfi. Bjór. Fússball borð. Kona í hippakjól keyrir belgvíðan gulan leigubíl yfir hvít, spíssuð úthverfagrindverk. Hlátur. Þau eru mætt og þau mála og mála. Mála og borða pizzur. Draumar. Rauð sósa út á kinn. Trönuberjasulta lengst út á kinn. Mála barnaherbergi. Stilla upp rimlarúmum, óróum. Bumba. Borgartúnið bíður. Impossible is nothing.
Morðið á Marat. Just do it. Draumar. Byltingunni blæðir út. Dauði í baðkari. Limrurnar verða ekki fleiri. En mikið voru kinnar þínar rjóðar á gula leigubílnum.
Dean Martin – That’s Amore Hann er mættur. Húðin glansar eins og Miðjarðarhafið á sumareftirmiðdegi, tennurnar skína eins og ítölsku alparnir. Hann er fullur,...
Það kom ekkert annað til greina en að ganga nærri sér á live-fílun frammi fyrir sjálfri Fílahjörðinni. The Strokes var fílað. Hljómsveit sem skóp...
Bob Dylan – Make You Feel My Love Það er erfitt að skilja Dylan. Djúpur? Já. Nóbelsverðlaunahafi? Já. En samt er hann líka bílastæða-maður....