Daft Punk - Da Funk
Endurtekningin. Lífsleiðinn. Gljáinn. Feimnin, friggðin, nostalgían. Jökullinn hopar. Evrópa ropar. Sykurpúðar, stúdíólúðar, Christian Dior blússur liggja eins og hráviði fyrir framan kennslustofuna þar sem enfant terrible úr stúdentaóeirðunum '68 ætlar að kenna þér kynferðislega geómatríu.
Daft Punk eru kontrapunktur kapítalismans. Endurvinnslustöð og endastöð. Allir fíla.
Mezzoforte – Garden Party Það eru engin orð framkölluð í laginu sem er fílað í dag. Í því heyrist aðeins söngur saxafóns og tóna....
Bob Dylan – Make You Feel My Love Það er erfitt að skilja Dylan. Djúpur? Já. Nóbelsverðlaunahafi? Já. En samt er hann líka bílastæða-maður....
Rammstein – Rammstein Uppskrift að konsepti: Alið manneskju upp í samfélagi sem dýrkar karlmennsku, hernaðarhyggju og stáliðnað. Bætið við slatta af nasistasekt og uppeldisfræðisblæti....