Að leggja sér músík til munns (Fílalag + SOÐ)

November 23, 2018 01:21:36
Að leggja sér músík til munns (Fílalag + SOÐ)
Fílalag
Að leggja sér músík til munns (Fílalag + SOÐ)

Nov 23 2018 | 01:21:36

/

Show Notes

Fílalag fékk Kristinn Guðmundsson hjá Soð með sér í lið fyrir sinn nýjasta þátt. Á meðan Snorri og Ebbi fíluðu lagið A Whiter Shade of Pale eldaði Kristinn mat sem byggðan er á laginu, en Soð er matreiðsluþáttur. Það er því einnig hægt að horfa á þennan þátt Fílalags, í styttri útgáfu, hjá Soð.
A Whiter Shade of Pale með Procol Harum er einn stærsti fíllinn í stofunni. Risastórt lag sem skóp sexuna og hefur legið eins og hula yfir vestrænni menningu alla tíð síðan. Það þurfti fleiri skilningarvit heldur en eyrun til að fíla þetta lag og því var brugðið á það ráð að elda lagið líka – Kristinn sá um það – og var afraksturinn svo snæddur í lok lags.  Já. Lagið var étið. Þetta útskýrist betur ef hlustað er á þáttinn.
Njótið, snæðið, fílið.

Other Episodes

Episode

December 06, 2024 00:57:12
Episode Cover

Only Time - Silkiþræðir Keltans

Enya - Only Time Hver þekkir vegi himinsins? Fuglinn. Hver veit hvert vindurinn mun blása? Fuglinn. Hver býr yfir grimmd grameðlu og sakleysi páskaungans?...

Listen

Episode

June 12, 2015 00:37:23
Episode Cover

Dancing On My Own – „Ég er út í horni og horfi á þig kyssa hana“

Robyn gaf út Dancing on My Own árið 2010 en það lifir enn góðu lífi á skemmtistöðum og heimapartíum út um allan heim. Lagið...

Listen

Episode

January 16, 2015 NaN
Episode Cover

Summer of ’69 – Þrír menn hafa bitið af sér neðri vörina við að heyra þetta

„Fyrir nokkrum árum fóru menn að tala um konseptið „denim-on-denim“ í merkingunni að klæðast gallabuxum og gallajakka og fóðra sig alveg með denim. Þetta...

Listen