(Everything I Do) I Do It for You - Ör beint í hjartað

March 15, 2024 01:07:21
(Everything I Do) I Do It for You - Ör beint í hjartað
Fílalag
(Everything I Do) I Do It for You - Ör beint í hjartað

Mar 15 2024 | 01:07:21

/

Show Notes

Bryan Adams - (Everything I Do) I Do It for You

Þér er boðið í ferðalag. Hoppaðu upp á hestvagninn. Litli-Jón slær keyri í gamla bikkju og þú þýtur af stað í gegnum Skírið með fríðu föruneyti. Þetta er þeysireið, framhjá miðaldamörkuðum þar sem menn skjóta örvum og konur í þreföldum pilsum dansa. Við rjúkum gegnum engi þar sem sést í gömlu mylluna, yfir hæstu fjöll og gegnum fjalla- og frekjuskörð og niður í bjórgarðinn, undir lindartrén, þar sem viðstaddir gæða sér á söltum brauðsnúðum sem steiktir eru á glóðuðum rasskinnum heitasta fola kvikmyndanna. Íííhaa. Hneggj. Bronkóinn reykspólar á auðri Miðnesheiðinni í appelsínugulri ljósmyndavænni birtunni. Þunglyndir hermenn horfa á og vita að þeir munu lifa einn dag enn. "Það er bara eitt skot í byssunni," segir máltækið. En það er mikil mjólk í beljunni og listin snýst um að vefja gallaefni utan á gallaefni sem er ofið utan á gallaefni.

Other Episodes

Episode

April 15, 2016 00:32:45
Episode Cover

Wicked Game – Ljóti leikurinn

Árið er 1990. Rockabilly endurvakning ríður röftum í Los Angeles. David Lynch er að dúndra út skrítnum kvikmyndum með sætum krökkum og 50s músík....

Listen

Episode 0

September 25, 2020 01:08:29
Episode Cover

The Age of Aquarius - Kapítalisminn og draumar hippakynslóðarinnar að r##a inn í kústaskáp

The 5th Dimension - The Age of Aquarius Unglingar með reykelsi. Tónaðir Broadway leikarar í útpældum fatahenglum. Veröld að fara af hjörunum. Hér er...

Listen

Episode

January 19, 2017 00:38:32
Episode Cover

Give it away – Red Hot Upphitun

Í ljósi þess að Red Hot Chili Peppers muni mæta til Íslands í sumar hefur verið ákveðið að grafa mjög djúpt í gullkistu Fílalags...

Listen