Daniel – Teppalagning úr Sjöunni

June 20, 2014 00:38:04
Daniel – Teppalagning úr Sjöunni
Fílalag
Daniel – Teppalagning úr Sjöunni

Jun 20 2014 | 00:38:04

/

Show Notes

Grafið er í fílabeinskistuna og gullmoli sóttur. Umfjöllun um eina torræðustu teppalagningu allra tíma. Daniel. Lagið fjallar um Víetnam-hermann, þó það komi hvergi fram í textanum. Textinn er raunar mjög undarlegur – enda vissi Elton John lítið um hvað textinn átti að þýða. Sú er raunar oft raunin með Elton John, en eins og flestir vita eru textarnir hans samdir af Bernie Taupin.

Daniel er svo löðrandi Sjöað. Hér er djúp motta, pluss-þykk. Myrkrið er allsráðandi en það er mjúkt. Öllu er svo haldið saman með suðrænum takti, þó ekki sólríkum.

Fílið þetta með okkur. Fílið, börn, fílið!

 

Other Episodes

Episode

February 03, 2017 00:45:47
Episode Cover

Í sól og sumaryl – Íslenskt sumar, í brúsa

Hér er það komið. Íslensk sumarstemning, soðin niður í tveggja mínútna popplag. Í sól og sumaryl er lag sem leynir á sér. Það er...

Listen

Episode

November 09, 2018 01:11:51
Episode Cover

Just the Way You Are – Brúnhærð, krulluð sjöa

Farið er á rostungaveiðar í dag. Sjálfur Billy Joel er fangaður og ekki er um lítið skrokk-ummál að ræða. Billy Joel, píanómaður, spelmaður með...

Listen

Episode

March 01, 2014 01:17:14
Episode Cover

Racing In The Streets

Nú eru mikil tímamót framundan hjá Fílalag því á föstudag, 25. nóvember, mun 100. þáttur þeirra Snorra Helgasonar og Bergs Ebba fara í loftið....

Listen